2017

Hugvísindaþing 2017

Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 21 árs árið 2017.

Þingið verður sett klukkan 12 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu föstudaginn 10. mars. Að því loknu heldur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hátíðarerindi.

Að því loknu verður boðið upp á 42 málstofur með hátt í 150 erindum.

 

Nánari upplýsingar um þingið 2017 má finna í vefsafninu, vefsafn.is, með því að slá inn í leitarglugga slóðina hugvisindathing.hi.is.

 

Þingkall - lokað

Kallað er eftir tillögum að fullskipuðum málstofum. Allar málstofur á þinginu munu fjalla um efni á sviði hugvísinda en hvatt er til málstofa um þverfræðileg efni.

Skilafrestur er til 22. janúar 2017.
Svar berst frá Hugvísindastofnun eigi síðar en 30. janúar.

Skil útdrátta: Helst fyrir 6. febrúar en lokafrestur er 13. febrúar, nánar auglýst síðar.

Tillögur að málstofum skal skrá hérhttps://goo.gl/forms/U4NBFPMwIQ6rMc5p2

Nánar um málstofurnar:

  • Málstofur verða að jafnaði með þremur eða fjórum fyrirlestrum. Einnig er hægt að senda inn tillögur að stærri málstofum (eða öðrum fjölda en 3-4) en þá skal haft samband við verkefnastjóra Hugvísindastofnunar áður en tillaga er send: hugvis@hi.is.
  • Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur sé 20 mín. og tæpar 10 mín. til umræðna.
  • Að jafnaði er gert ráð fyrir að hver fyrirlesari haldi aðeins einn fyrirlestur á þinginu. Nánari upplýsingar um frávik frá því og um þátttöku meistaranema veitir verkefnastjóri Hugvísindastofnunar, hugvis@hi.is.
  • Fyrirlestrar á þinginu eru að jafnaði á íslensku.

Málstofur verða metnar af starfsmönnum Hugvísindastofnunar sem leggja tillögu að dagskrá fyrir stjórn stofnunarinnar. Ef fleiri sækja um málstofur en pláss er fyrir verður litið til þess hvernig málstofurnar dreifast á fagsvið hugvísinda þar sem gætt verður að því að sem fjölbreyttust flóra hugvísinda komist að. Fyrirlestrar sem greina frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem ekki hafa fengið umfjöllun áður, hvort sem þau eru unnin af einyrkjum eða hópum, njóta alla jafna forgangs. Svör frá Hugvísindastofnun munu berast eigi síðar en 30. janúar.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is