2018

Hugvísindaþing 2018

Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996.

Þingið var sett í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu um hádegi föstudaginn 9. mars. Hátíðarfyrirlesari var Marina Warner, rithöfundur og prófessor í ensku og ritlist. Að því loknu var boðið upp á málstofur sem voru kynntar á sérstakri síðu þingsins.

 

Nánari upplýsingar um þingið 2018 má finna í vefsafninu, vefsafn.is, með því að slá inn í leitarglugga slóðina hugvisindathing.hi.is.

Þingkall - Lokað

Kallað er eftir tillögum að fullskipuðum málstofum. Allar málstofur á þinginu munu fjalla um efni á sviði hugvísinda en hvatt er til að efna til málstofa um þverfræðileg efni.

  • Málstofur verða að jafnaði með þremur fyrirlestrum, en heimilt er að senda inn tillögur að styttri eða lengri málstofum.
  • Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur sé 20 mín. og tæpar 10 mín. til umræðna.
  • Að jafnaði er gert ráð fyrir að hver fyrirlesari haldi aðeins einn fyrirlestur á þinginu. Nánari upplýsingar um frávik frá því veitir verkefnastjóri Hugvísindastofnunar, mgu@hi.is
  • Fyrirlestrar á þinginu eru að jafnaði á íslensku. 

Skipuleggjendur málstofa þurfa að senda tillögur sínar með tölvupósti til Hugvísindastofnunar, hugvis@hi.is, á sérstöku eyðublaði og fylgja leiðbeiningum þar nákvæmlega.

Eyðublað fyrir tillögur.

Einnig er kallað eftir tillögum að stökum erindum á sviði hugvísinda. Tillögur má skrifa beint í tölvupóst (hugvis@hi.is) með upplýsingum um titil, fyrirlesara og starfsheiti.

Frestur til að skila tillögum fyrir þingið er til 28. janúar 2018.

Skipuleggjendur safna einnig saman útdráttum í samvinnu við verkefnastjóra Hugvísindastofnunar og miðla upplýsingum eftir þörfum til fyrirlesara. Lokafrestur til að skila útdráttum er 18. febrúar. Æskileg lengd er 80-200 orð.

Málstofur verða metnar af starfsmönnum Hugvísindastofnunar sem leggja tillögu að dagskrá fyrir stjórn stofnunarinnar. Ef fleiri sækja um málstofur en pláss er fyrir verður litið til þess hvernig málstofurnar dreifast á fagsvið hugvísinda þar sem gætt verður að því að sem fjölbreyttust flóra hugvísinda komist að. Fyrirlestrar sem greina frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem ekki hafa fengið umfjöllun áður, hvort sem þau eru unnin af einyrkjum eða hópum, njóta alla jafna forgangs. Mat á stökum fyrirlestrum tekur einnig mið af því að hægt sé að koma þeim fyrir í málstofu með öðrum stökum erindum. Svör  frá Hugvísindastofnun munu berast eigi síðar en 5. febrúar.

Margrét Guðmundsdóttir veitir nánari upplýsingar um þingið, hugvis@hi.is.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is