Hugvísindaþing 2011

Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var tvískipt Hugvísindaþing árið 2011

11.-12. mars: Fyrirlestrahlaðborð: 
Boðið var upp á yfir 60 fyrirlestra. Þeim var ekki raðað saman í stofur eftir fræðasviðum en þeim sem vildu gafst svigrúm milli fyrirlestra til að færa sig milli stofa.

25.-26. mars: Þemaþing með málstofum:
Fluttir voru um 170 fyrirlestrar í yfir 30 málstofum. Fjallað var um bókmenntir - íslenskar sem erlendar, fornar sem nýjar - þýðingar, leikhús, menningarfræði, bragfræði, málfræði, máltækni, táknmál, tungumálakennslu, hugræn fræði, guðfræði, kirkju, heimspeki, handrit, sagnfræði, fornleifafræði, ferðaþjónustu, góðæri, kreppu og umhverfismál. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.

Málstofan What China Thinks var haldin í Háskólatorgi 26. mars.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is