Kallað eftir efni

Ritið kallar eftir greinum í annað og þriðja hefti ársins 2016.

Ritið birtir aðsendar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk
umræðugreina, ritdóma, greina um bækur og þýðinga á nýjum og klassískum
lykilgreinum hugvísinda.

Allar greinar í Ritinu, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.
Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu
er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á
íslensku og ensku.

Leiðbeiningar um frágang greina má finna hér
<http://www.hugvis.hi.is/leidbeiningar_fyrir_hofunda>.

Fræðimenn eru eindregið hvattir til að senda Ritinu greinar á sviði
hugvísinda eða þar sem beitt er hugvísindalegu sjónarhorni.

Handrit skulu send á netfangid ritid@hi.is <mailto:ritid@hi.is>
Ritið kallar eftir greinum:

Skilafrestur fyrir síðasta hefti ársins 2015 hefur verið framlengdur til 15. ágúst.

Ritið birtir aðsendar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk umræðugreina, ritdóma, greina um bækur og þýðinga á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Allar greinar í Ritinu, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Leiðbeiningar um frágang greina má finna hér.

Fræðimenn eru eindregið hvattir til að senda Ritinu greinar á sviði hugvísinda eða þar sem beitt er hugvísindalegu sjónarhorni.

Handrit skulu send ritstjórum:
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, eyjabryn@hi.is
Jón Ólafsson, jonolafs@hi.is

 

 
Ritið kallar eftir greinum fyrir 3. hefti 2015 með skilafresti 15. júní 2015:

Þema heftisins: Peningar

Heimurinn er knúinn af peningum: Umsýsla peninga er grundvallaratriði í hverju samfélagi og allur þorri fólks eyðir megni ævi sinnar í að afla sér peninga eða finna leiðir til þess. Peningar eru í senn elskaðir og fyrirlitnir: Þótt flestir sækist eftir þeim fylgir slíkri löngun líka skömm. Vald til að útdeila peningum er alltaf umdeilt og sömuleiðis leiðirnar til að skiptast á þeim – skipta þeim fyrir aðra hluti, lána þá og gefa þá. Kapítalískt skipulag byggir á þeirri forsendu að peningar „vinni“ – að peningar stuðli að athöfnum, vexti og framleiðslu sem ávaxta þá. Að eiga er að eignast, sá sem á peninga getur alltaf eignast meira og meira. Peningar eru valdatæki í óbeinum skilningi – formlegir valdahafar þurfa iðulega að taka sérstakt tillit til hinna auðugu – og beinum þar sem athafnarými auðjöfranna er annað en hinna. Þema heftisins er peningar í víðum skilningi orðsins og allt sem tengist þeim eða byggir á þeim: neysla, neysluhyggja, auður, örbirgð, jöfnuður, ójöfnuður, verslun, viðskipti og fleira.

 

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru eindregið hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Handrit skulu send ritstjórum:

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, eyjabryn@hi.is

Jón Ólafsson, jonolafs@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 3. hefti er 15. júní 2015.

 

Leiðbeiningar um frágang greina má finna hér: http://www.hugvis.hi.is/leidbeiningar_fyrir_hofunda

 

Ritið kallar eftir greinum fyrir 2. hefti 2015 með skilafresti 1. mars 2015:

Þema heftisins: Staða fræðilegrar orðræðu

Hver er staða fræðanna? Hvernig heilsast „teóríunni“ svokölluðu sem yfirtók (að því er sumum finnst) mála- og bókmenntadeildir beggja vegna Atlantshafsins á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar? Getum við litið um öxl og metið mikilvægi teóretískrar orðræðu í íslenskum fræðaheimi á umliðnum áratugum og hvert framlag hennar hefur verið innan (misjafnlega) rótgróinna fræðasviða?

Á sama hátt má spyrja hvernig fræðileg orðræða standi gagnvart stjórnmála- og samfélagsumræðu. Eru fræðin uppspretta marktækrar menningar- og samfélagsgagnrýni? Hvaða áhrif hefur menningargagnrýni úr háskólasamfélaginu í formi femínisma eða loftslagsumræðu haft? Hefur PC tilhneiging fræðasamfélagsins getið af sér andfræðileg viðbrögð? Hvert er viðnámshlutverk fræðanna í samfélagi þar sem hvers kyns gagnrýni virðist eiga stöðugt erfiðar uppdráttar?

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru eindregið hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Handrit skulu send ritstjórum:

Björn Þór Vilhjálmsson, btv@hi.is

Jón Ólafsson, jonolafs@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 2. hefti er 1. mars 2015.

Leiðbeiningar um frágang greina má finna hér: http://www.hugvis.hi.is/leidbeiningar_fyrir_hofunda

 

Ritið kallar eftir stuttum greinum í 1. hefti 2015

Skilafrestur: 30. janúar 2015

Þann sjöunda janúar réðust vopnaðir menn inn á ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, drápu tólf manns og særðu fjölmarga til viðbótar. Árásin hefur ekki aðeins vakið hryggð og andstyggð á svívirðilegum morðum heldur einnig umræður og deilur um málfrelsi og ritfrelsi, skop, háð og háðsádeilu, um rétt til að gera grín og hæðast að einstaklingum og hópum og um mikilvægi satírunnar í stjórnmálamenningu samtímans.   Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, er fyrst og fremst fræðilegt tímarit á sviði hugvísinda, en hefur einnig á tæplega fjórtán  ára útgáfutíma teygt sig yfir á önnur svið vísinda og fræða og iðulega einnig birt greinar sem tengjast samfélagsumræðu. Tímaritið hefur því nokkrum sinnum orðið vettvangur rökræðna um samfélag og stjórnmál. Vegna atburðanna í París hafa ritstjórar næsta heftis, sem áætlað er að komi út í mars, ákveðið að kalla eftir stuttum greinum (2-3000 orð) sem skoða má sem viðbrögð úr fræðasamfélaginu við morðunum og afleiðingum þeirra. Æskilegt er að fjallað sé um háð, tjáningarfrelsi, hatursáróður, samskipti trúar- og þjóðernishópa, skopmyndir, staðalmyndir kynþátta og trúarhópa eða tengd efni.   Greinar verða birtar í óritrýndum hluta tímaritsins og fara því ekki í gegnum ritrýni, en birting er háð mati ritstjóra. Greinar sem samþykktar verða til birtingar koma í fyrsta hefti þessa árs.   Ritstjórar heftisins eru Jón Ólafsson og Kristinn Schram. Handrit skulu send Kristni á khschram@hi.is eigi síðar en 30. janúar næstkomandi.

 

 

 

Skilafrestur er til 15. nóvember 

Greinakall: Tvísæi, 1. hefti 2015

Tvísæi, eða írónía, er í grunninn misræmi á ytri og eiginlegri merkingu; á því sem sagt er og raunverulega meint. Öðrum þræði er tvísæi, og hvers kyns kímni, eitt meginform mannlegrar reynslu sem snertir flesta fleti lífs okkar og samskipta. Merkingin er þó alltaf samhenginu háð, bæði í tíma og rúmi.  Tvísæi er ritað, myndað, leikið og flutt fram bæði á opinberum vettvangi og í hversdeginum. Hvort sem það birtist okkur í ræðu og riti, markaðsvöru, skemmtiefni eða hvers kyns list, getur það verið stór þáttur í skoðanamyndun og valdabaráttu og er ólíkt í höndum hinna valdameiri og valdaminni. Með það að vopni má grafa undan ríkjandi orðræðu en einnig viðhalda valdastöðu. Í þessu hefti Ritsins verður tvísæi skoðað sem fræðilegt viðfangsefni, tjáningarform og virkt afl í íslensku samfélagi. Kallað er eftir greinum á sviði menningarfræða, þjóð- og  sagnfræða, heimspeki, safna- og fjölmiðlafræða svo dæmi séu nefnd.

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru því hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi.

Hugvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út Ritið. Ritstjórar eru Björn Þór Vilhjálmsson (btv@hi.is) og Eyja Margrét Brynjarsdóttir (eyjabryn@hi.is). Handrit fyrir hefti um tvísæi skulu send gestaritstjóra heftisins: Kristinn Schram, khschram@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 1. hefti hefur verið framlengdur til 15. nóvember 2014.

 

 

Skilafrestur er til 15. maí.

Greinakall: Skjámenning, 3. hefti 2014.

Veruleiki okkar er nú orðinn gegnsýrður sam- og tjáskiptum við skjái sem verða sífellt meira alltumlykjandi, sérsniðnir og gagnvirkir. Skjámenningin er í sífelldri þróun og stöndum við vafalaust aðeins við þröskuld þess sem koma skal. Engu að síður hefur skjámenning nú þegar umbylt afþreyingar- og neysluvenjum, fjölmiðla- og fjarskiptatækni og síðast en ekki síst stöðu einstaklingsins í samfélaginu, þar sem hann er fær um að taka virkari þátt í upplýsingamiðlun og opinberri umræðu. Þá mótar skjámenningin kvikmynda- og sjónvarpsmenningu í auknum mæli. Í þessu hefti Ritsins verður leitast við að kanna stöðu skjámenningar í íslensku, alþjóðlegu og sögulegu samhengi. Kallað er eftir greinum á sviði kvikmynda- og sjónvarpsfræða, menningarfræða, tölvuleikjafræða, fjölmiðla- og tölvunarfræða, og hvers kyns nýmiðla og félagslegra samskiptamiðla svo dæmi séu nefnd.

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru því hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Handrit skulu send ritstjórum:

Björn Þór Vilhjálmsson, btv@hi.is

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, eyjabryn@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 3. hefti er 15. maí 2014.

 

Ritið kallar eftir greinum fyrir 2. hefti 2014 með skilafresti 15. febrúar 2014:

Greinakall: Mannslíkaminn

Líkaminn hefur löngum verið okkur hugleikinn á marga vegu. Við ýmist upphefjum hann eða fordæmum, streitumst við að fullkomna eigin líkama, bölvum þörfum hans og erum upptekin af því sem fer ofan í hann og utan á hann. Mannslíkaminn hefur í senn verið meðhöndlaður sem illnauðsynlegt hylki utan um sálina, sem eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, sem verkfæri listrænnar tjáningar og viðfang aðdáunar. Í þessu hefti Ritsins verður mannslíkaminn tekinn fyrir og kallað er eftir greinum af öllum sviðum hugvísinda um mannslíkamann, birtingarmyndir hans, þarfir, hugmyndir um líkamann og um önnur þau málefni sem hann varða.

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru því hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Handrit skulu send ritstjórum:

Björn Þór Vilhjálmsson, btv@hi.is

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, eyjabryn@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 2. hefti er 15. febrúar 2014.

 

Ritið kallar eftir greinum fyrir 2. og 3. hefti 2014 með skilafresti 1. janúar (2. hefti) og 1. apríl (3. hefti):

3. hefti 2014

Greinakall: Skjámenning

Veruleiki okkar er nú orðinn gegnsýrður sam- og tjáskiptum við skjái sem verða sífellt meira alltumlykjandi, sérsniðnir og gagnvirkir. Skjámenningin er í sífelldri þróun og stöndum við vafalaust aðeins við þröskuld þess sem koma skal. Engu að síður hefur skjámenning nú þegar umbylt afþreyingar- og neysluvenjum, fjölmiðla- og fjarskiptatækni og síðast en ekki síst stöðu einstaklingsins í samfélaginu, þar sem hann er fær um að taka virkari þátt í upplýsingamiðlun og opinberri umræðu. Þá mótar skjámenningin kvikmynda- og sjónvarpsmenningu í auknum mæli. Í þessu hefti Ritsins verður leitast við að kanna stöðu skjámenningar í íslensku, alþjóðlegu og sögulegu samhengi. Kallað er eftir greinum á sviði kvikmynda- og sjónvarpsfræða, menningarfræða, tölvuleikjafræða, fjölmiðla- og tölvunarfræða, og hvers kyns nýmiðla og félagslegra samskiptamiðla svo dæmi séu nefnd.

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þema. Fræðimenn eru því hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Handrit skulu send ritstjórum:

Björn Þór Vilhjálmsson, btv@hi.is

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, eyjabryn@hi.is

Skilafrestur greina fyrir 3. hefti er 1. apríl 2014.

 

 

Greinakall í þemahefti Ritsins 2014:

Vesturheimsferðir í nýju ljósi 

 

Skilafrestur á stuttri efnislýsingu: fyrir 1. september 2013 Skilafrestur á handriti: fyrir 1. október 2013

Ritið, Tímarit Hugvísindastofnunar, kallar eftir greinum í þemahefti um Vesturheimsferðir  Íslendinga í nýju ljósi. Fræðimenn af sem flestum fræðasviðum eru hvattir til að senda inn greinar um efni sem veitir nýja sýn á sögu og þróun fólksflutninganna, menningarstofnanir Vestur-Íslendinga, sjálfskilning þeirra, tungumál og bókmenntir, eða stöðu rannsókna í dag. Ritstjórar þessa heftis eru Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson.

Ritið kemur út þrisvar á ári. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð. Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku.

Enn fremur er minnt á að þótt hvert hefti Ritsins hafi ákveðið þema eru einnig birtar greinar utan þess. Fræðimenn eru því hvattir til að senda Ritinu greinar um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi.

Höfundar skulu senda stutta efnislýsingu fyrir 1. september, en handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í þessu þemahefti Ritsins skulu send Guðrúnu Björk Guðsteinsdóttur á gsteins@hi.is fyrir 1. október.

 

 

Ritstjórar kalla eftir greinum í 3. hefti 2013

 

3. hefti 2013

Þema: Vald Skilafrestur: 31. maí 2013

Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, kallar eftir greinum í 3. hefti 2013. Sérstaklega er minnt á að þótt hvert hefti hafi sitt þema er stefna ritnefndar að auka hlut greina utan þema í hverju hefti og er hugvísindafólk eindregið hvatt til að senda inn greinar byggðar á rannsóknum sínum um hvaðeina sem fallið getur undir hugvísindi. Þema 3. heftis er vald í ýmsum myndum og samhengi, félagslegt vald, birtingarmyndir og framsetningu valds, valdajafnvægi, valdamisræmi og hvaðeina sem málinu tengist. Enn er tekið við greinum innan þema fyrir 3. heftið. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar. Æskilegt er að greinar séu ekki lengri en 8000 orð.

Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku. Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send ritstjórum:

Eyja Margrét Brynjarsdóttir eyjabryn@hi.is

Þröstur Helgason throsth@hi.is

Þeir sem hug hafa á að senda greinar til birtingar í 3. hefti 2013 mega gjarnan láta ritstjóra vita af þeirri fyrirætlun sinni sem fyrst. Eins og áður segir rennur skilafrestur út 31. maí en mögulegt kann að vera að hnika honum eitthvað til ef haft er samband við ritstjóra fyrir fram.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is