Um stofnunina

Skrifstofa Hugvísindastofnunar er á 3. hæð í Aðalbyggingu, þar sem skrifstofa Hugvísindasviðs er einnig til húsa. Hún er að jafnaði opin frá kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Starfsemin er þó þess eðlis að starfsmenn sitja fundi og sinna útréttingum vegna ýmissa verkefna og eru því ekki alltaf viðlátnir.

Forseti Hugvísindasviðs er jafnframt stjórnarformaður Hugvísindastofnunar. Auk hans sitja í stjórn fulltrúar frá aðildarstofnunum og fulltrúi stúdenta úr hópi nemenda í doktorsnámi við Hugvísindasvið.

Verkefnisstjóri er Margrét Guðmundsdóttir, sími 525 4462, netfang mgu@hi.is.
Rannsóknastjóri er Eiríkur Smári Sigurðarson, sími 525 5136, netfang esmari@hi.is.

 

 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is