Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 12. árgangur - 2012

Heiða Jóhannsdóttir: Konan, borgin og kynsjúkdómar. Myndhverfing sóttnæmis í breskum fræðslumyndum

Í greininni er sjónum beint að utanbíóhúsamyndum (non-theatrical films), þ.e. kvikmyndum framleiddum fyrir atbeina stofnana og fyrirtækja í hugmyndafræðilegum eða hagsmunatengdum tilgangi. Fjallað er um fyrstu fræðslumyndirnar sem framleiddar voru í Bretlandi með reglubundnum opinberum stuðningi, en þeim var ætlað að stuðla að forvörnum gegn kynsjúkdómum. Vikið er að framleiðslusögu fræðslumyndanna frá fyrra stríði fram til 1930 og bent á hvernig áhyggjur af siðferðislegum spillingarmætti kvikmynda mótuðu bæði sýningarfarveg og forvarnarorðræðu myndanna. Rýnt er í táknræna framsetningu myndanna á kynsjúkdómavánni og hún sett í samhengi við átakaorðræðu sem beindist að róttækum breytingum á hefðbundinni hlutverkaskipan kynjanna, og bent á hvernig sóttnæmi og spilling verða í því samhengi að myndhverfingu fyrir aukið athafnafrelsi kvenna í nútímasamfélagi.

Lykilorð: utanbíóhúsamyndir, fræðslumyndir, kynsjúkdómaforvarnir, Bretland, athafnafrelsi kvenna

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is