Hugvísindaþing 2025

Text

Hugvísindaþing 2025 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 7. og 8. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. 

Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið 7. mars. Í kjölfarið flytur boðsfyrirlesari þingsins hátíðarfyrirlestur.

Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Verið velkomin á Hugvísindaþing!

 

Þingkall

Kallað er eftir tillögum að fullskipuðum málstofum. Frestur til að skila inn tillögum er til 10. janúar 2025. Sjá nánari upplýsingar um þingkall hér neðar á síðunni.

Image
Image

English below

Hugvísindaþing verður haldið 7. og 8. mars 2025.

Þingið verður haldið í húsakynnum Háskóla Íslands. Stefnt er að streymi frá að minnsta kosti sumum málstofum en þingið verður ekki tekið upp. Fyrirlestrar verða því ekki aðgengilegir að þingi loknu. 

Þingkall

Kallað er eftir tillögum að fullskipuðum málstofum á sviði hugvísinda. Hvatt er til þverfaglegra málstofa innan hugvísinda eða í samstarfi við aðrar fræðigreinar. Frestur til að skila inn tillögum er til 10. janúar 2025.

Neðst í þingkallinu er vísað á vefform til að skila inn tillögum.

Málstofur verða að jafnaði með þremur eða fjórum fyrirlestrum (30 mínútur hver með umræðum), en heimilt er að senda inn tillögur að styttri eða lengri málstofum. Fyrirlesarar geta þó ekki verið fleiri en sjö.

Hugvísindafólki hvaðanæva að er heimilt að senda inn tillögu að málstofu, þar á meðal nýrannsakendum og doktorsnemum á sviði hugvísinda sem eru sérstaklega hvattir til þátttöku. Þátttaka annarra nemenda þarf að vera í samráði við leiðbeinanda eða stjórnanda rannsóknarverkefnis sem ber að ráðfæra sig við verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar.

Skipuleggjendur málstofa þurfa að senda tillögur sínar með því að nota vefform hér neðst á síðunni.

Nánar um skipulag þingsins:

  • Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur sé 20 mínútur og tæpar 10 mínútur til umræðna.
  • Aðeins er leyfilegt að vera fyrsti höfundur að einum fyrirlestri. Nánari upplýsingar um heimild til að vera meðhöfundur veitir verkefnisstjóri þingsins, Dagbjört Guðmundsdóttir, dagu@hi.is.
  • Fyrirlestrar á þinginu eru að jafnaði á íslensku, en fyrirlesarar með annað móðurmál eru velkomnir.
  • Ekki er gert ráð fyrir rafrænni þátttöku fyrirlesara. Óskir um undanþágur frá því verða teknar til athugunar. Tæknilegar lausnir á rafrænni þátttöku yrðu í höndum skipuleggjenda málstofanna.
  • Lýsing á málstofum birtist á síðu þingsins, sem og útdrættir einstakra fyrirlestra.
  • Málstofum verður skipað niður með það að leiðarljósi að sem fæstir óheppilegir árekstrar verði.
  • Skipuleggjendur málstofa safna einnig saman útdráttum í samvinnu við verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar og annað starfsfólk þingsins og miðla upplýsingum eftir þörfum til fyrirlesara.
  • Lokafrestur til að skila útdráttum er 7. febrúar. Æskileg lengd er 80-200 orð.

Að venju er einnig hægt að senda tillögur að stökum fyrirlestrum, en óvíst að hægt sé að raða þeim saman eftir efni. 

Málstofur verða metnar af starfsmönnum Hugvísindastofnunar sem leggja tillögu að dagskrá fyrir stjórn stofnunarinnar. Ef fleiri sækja um málstofur en pláss er fyrir verður litið til þess hvernig málstofurnar dreifast á fagsvið hugvísinda þar sem gætt verður að því að sem fjölbreyttust flóra hugvísinda komist að. Fyrirlestrar sem greina frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem ekki hafa fengið umfjöllun áður, hvort sem þau eru unnin af einyrkjum eða hópum, njóta alla jafna forgangs. Svör frá Hugvísindastofnun munu berast eigi síðar en í lok janúar.

Dagbjört Guðmundsdóttir veitir nánari upplýsingar um þingið, dagu@hi.is.

Smellið hér til að opna vefform fyrir tillögu að málstofu.

 

Call for sessions – Annual Humanities Conference, March 7-8, 2025

The conference will be held in the facilities of the University of Iceland.

Some of the sessions may be live-streamed, but the conference will not be recorded. Lectures will therefore not be accessible after the conference.

Call for sessions

Hugvísindaþing (The Annual Humanities Conference) welcomes proposals for fully organized sessions in the field of Humanities. We particularly encourage proposals for interdisciplinary sessions within the field of Humanities, or for sessions in cooperation with other fields. Deadline for session proposals is January 10, 2025.

Please find the online submission form below.

Typically, sessions consist of three to four papers (each lasting 30 minutes including 10 minutes of discussion); proposals for longer or shorter sessions, however, are welcome as well. The largest possible number of speakers is seven.

We warmly welcome proposals by junior researchers and doctoral students in the field of Humanities. Graduate students can take part only with the consent of their project supervisor. In this case, the supervisor must consult with the project manager, Dagbjört Guðmundsdóttir, dagu@hi.is.

Session organizers must submit their proposals by using our online submission form (below).

Organization and program

  • Every paper is supposed to last 20 minutes followed by 10 minutes of discussion.
  • Each participant can only be the first author of one paper. Further information on co-authoring is provided by the project manager of Hugvísindastofnun, dagu@hi.is.
  • Papers are usually in Icelandic, but presentations in other languages are welcome.
  • Speakers are not supposed to give their papers exclusively online, although few sessions may be streamed. Requests for exemptions may be considered; technical solutions would be in the hands of the session organizers.
  • All information on the sessions as well as all paper abstracts will be published on the conference website.
  • Session organizers are responsible for collecting abstracts in cooperation with the project manager of Hugvísindastofnun as well as sharing all relevant information with the speakers.
  • Deadline for submitting abstracts is February 7, 2025. Abstracts should be 80-200 words.

Single presentations are also accepted and will be allocated into sessions by organizers. These sessions are often without a special theme.

 

Proposed sessions will be carefully evaluated by the staff of Hugvísindastofnun, who also suggest a preliminary program to its directors.

Submission proposals presenting results of current research projects, that have not yet been discussed, will be given preference, no matter if they are individual or group projects. All proposals will be answered before the end of January.

For further information please contact Dagbjört Guðmundsdóttir, dagu@hi.is

Click here to open the online submission form (the form is in Icelandic, please contact Dagbjört Guðmundsdóttir for assistance if needed)

 

Hugvísindaþing er haldið í húsakynnum Háskóla Íslands.

Þingið hefst að jafnaði með hátíðarfyrirlestri en síðan halda gestir í málstofur sem gjarna eru um 40 talsins og dreifast á tvo daga.

Málstofur eru oftast skipaðar þremur eða fjórum fyrirlesurum og heldur hver þeirra um 20 mínútna fyrirlestur auk þess sem tæpar 10 mínútur gefast til umræðna.

Lýsing á málstofum birtist á sérstakri síðu þingsins, sem og útdrættir einstakra fyrirlestra.

Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Verið velkomin á Hugvísindaþing!

Upplýsingar um Hugvísindaþing 2007 til 2016 má finna á vefsíðunni hugvis.hi.is á vefsafn.is en upplýsingar um þingin 2017 til 2021 á vefsafn.is: