Um stofnunina
Hugvísindastofnun heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er miðstöð rannsókna á sviðinu. Stofnunin tók til starfa árið 1998. Forseti Hugvísindasviðs er stjórnarformaður Hugvísindastofnunar. Auk hans sitja í stjórn fulltrúar frá aðildarstofnunum og fulltrúi stúdenta úr hópi nemenda í doktorsnámi við Hugvísindasvið.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Fulltrúi doktorsnema
Allir fastir starfsmenn sviðsins eiga aðild að einni rannsóknastofu á sínu fagsviði og nefnast þær grunnstofnanir. Þær eru sameiginlegur vettvangur þeirra sem fást við rannsóknir af sama meiði.
Hugvísindastofnun er sameiginlegur vettvangur þessara grunnstofnana og eru þær sex að tölu, sjá nánar hér.
Reglur grunnstofnana:
- Bókmennta- og listfræðistofnun
- Guðfræðistofnun og trúarbragðafræðistofa
- Heimspekistofnun
- Málvísindastofnun
- Sagnfræðistofnun
- Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Samkvæmt reglum Hugvísindastofnunar geta einnig starfað innan hennar sjálfstæðar rannsóknastofnanir með heimilisfesti á Hugvísindasviði, sjá nánar hér.
Reglur sjálfstæðra rannsóknastofnana
- Edda - öndvegissetur
- RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
- Siðfræðistofnun
Enn fremur geta Hugvísindastofnun og grunnstofnanir, í samráði við stjórn Hugvísindastofnunar, komið á fót rannsóknastofum sem sinna tilteknum rannsóknaverkefnum, rannsóknasviði eða samstarfi af ýmsu tagi, samkvæmt starfsreglum sem stjórn viðkomandi stofnunar setur þeim. Þá hefur Hugvísindastofnun gert samstarfssamning við stofnanir og rannsóknasetur sem starfa á sviði hugvísinda.
Heiti og reglur rannsóknastofa:
- Fornfræðistofa
- Miðaldastofa
- Rannsóknastofa í fornleifafræði
- Rannsóknastofa í hugrænum fræðum
- Rannsóknastofa í máltileinkun (RÍM)
- Rannsóknastofa í minni og bókmenntum
- Rannsóknastofa í smásögum og styttri textum (STUTT)
- Rannsóknastofa í táknmálsfræðum
- Rannsóknastofa um framúrstefnu
- Trúarbragðafræðistofa
- Vigdísarstofnun, sjá einnig á síðu stofnunarinnar.
- Þýðingasetur