Biblían, trúin og menning íslenskra leikmanna á miðöldum

Í Árnagarði 311 laugardaginn 11. mars kl. 13:00-16:30. Smellið hér til að fylgjast með streymi.

Markmið málstofunnar er að kynna rannsóknir á þætti kristinnar trúar í ýmsum menningarafurðum íslenskra miðalda, sem almennt eru ekki talin tengjast henni. Út frá þessu verður rætt um mynd víkingatímans í fornritum, goðafræði í ljósi guðfræði 13. aldar, hómilíutáknmál í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson, og tregðu fræðimanna til að sjá þátt biblíulærdóms í samningu fornsagna.

Fyrirlestrar

When examining the Conversion and Christianization of Scandinavia, one of the chief questions that must be addressed is how to define the religiosity of the people. This is far easier said than done, and many different definitions have been suggested over the last two hundred years of scholarship, many taking the same bits of evidence to argue that Christianity was readily accepted, or not accepted at all, or even that, for the Norse, religion and faith were non-concerns. In this presentation, Ryan Fenster argues that the lack of unambiguous information on the matter has left the question extremely vulnerable to the personal biases of scholars, and will illustrate the biases which have influenced the various interpretations of the question that have arisen over the course of scholarly inquiry into this subject.

Fyrirlesturinn mun fjalla um birtingarmyndir Lausnarinnar úr Egyptalandi (Exodus) í íslenskum miðaldasögum. Lausnina úr Egyptalandi er að finna í Annarri Mósebók og segir frá flótta Gyðinga frá Egyptalandi undir leiðsögn Móses. Eins og vel er kunnugt er þessi þáttur Gamla Testamentisins miðlægur í gyðingdómi. Í kristindómi var hann hins vegar frá öndverðu túlkaður á yfirfærðan hátt, þ.e. sem hliðstæða og/eða fyrirboði. Dramatískur flótti Gyðinga, þjáningar þeirra í eyðimörkinni og endanleg koma þeirra til Fyrirheitna landsins spegla þannig för kristinna manna frá skírn til jarðlegs dauða sem (vonandi) endar í upprisu og paradísarvist. Á miðöldum fékk Exodus skilda enn jarðlegri tengingu við ferðalög hópa, nánar tiltekið pílagrímsferðir, herfarir og krossfarir. Slíkar hugmyndir birtast m.a. í hinu engilsaxneska ljóði Exodus (líklega frá áttundu öld) og hinum þýska epíska ljóðabálki Millstätter Exodus (frá tólftu öld). Þessi verk endursegja Exodus, en slíka nálgun er ekki að finna í norrænum miðaldabókmenntum. Hins vegar birtast augljós merki Exodus í a.m.k. fjórum Íslendinga- og konungasögum frá lokum tólftu aldar til fjórtándu aldar. Það sem vekur athygli hér er hvernig sagnaritarar þætta ofangreind atriði við söguleg efni á, það sem kalla mætti, brotakenndan hátt. Þessi nálgun íslenskra sagnarita er mögulega einstök í samhengi miðalda, og því vert að hugleiða hvað kann að skýra hana. 

Í íslenskum miðaldabókmenntum má á köflum finna gróteskar lýsingar á líkamlegri tjáningu tilfinninga sem fela í sér ýmsa vessa streyma fram af krafti, líkama sem bólgna upp og springa, og fólk sem grætur hagli, svo dæmi séu nefnd. Fræðimenn hafa fært rök fyrir því að myndmál sem þetta endurspegli að hluta lærðar hugmyndir um líkama og tilfinningar sem bárust til Íslands með trúarlærdómi og kirkjuritum. Í þessu erindi verða hins vegar færð rök fyrir því að rætur þessa myndmáls séu bæði flóknari og dýpri, ásamt því að dæmi úr bókmenntunum verða reifuð með hliðsjón af myndmáli dróttkvæða og kenningum hugrænna málvísinda.

Athugað er hvort sagan um heimkomu Ólafs helga í Heimskringlu (Ólafs saga helga, k. 32–34) geti verið allegórísk, byggð á táknmáli í ætt við það sem þekkt er í hómilíum og ætlað er að lyfta huganum frá hinu jarðneska og tímabundna til himnaríkis og hinsta dags. Sagan greinir frá komu Ólafs til Ástu móður sinnar og Sigurðar sýr fósturföður síns eftir langa fjarveru. Mun fleiri möguleg tákn eru í heimkomusögunni en öðrum köflum Ólafs sögu. Þau verða dregin fram og sýnt hvernig túlkun þeirra samkvæmt hómilíuhefð skapar heildstæða og samfléttaða mynd sem fellur að meginkenningum miðaldakirkjunnar.

  • Tákn í sögunni tengja Ólaf við Krist og eilífan fagnað hinna útvöldu á himnum.
  • Sigurður tengist himni, þrenningunni og orði guðs, einnig formyndum (type) krossins og kirkjunnar.
  • Gjörðir Ástu tengjast jarðvist, guðspjöllum, kristni og kirkju.
  • Heildarfjöldi fólks í sögunni (153) er biblíuleg tala, túlkuð m.a. af Gregoríusi sem hinir útvöldu á himnum.
  • Búningur og sviðsetning tengir Sigurð við týpólógísk atriði er varða Móse og Júda, og þar með Gamla Sáttmála, en kallast einnig á við Ferðina til Emmaus og því pílagríma og Krist upprisinn.

Sennilegt er að heimkomusagan sé afurð trúarlegs starfs í klaustri. Hún rímar við Rauðúlfs þátt, sem einnig er þaulhugsuð allegóría um Ólaf. Sögurnar eiga líklega að rækta helgi hans.

Túlkun Biblíunnar var snar þáttur í umhverfi kristinna manna í Evrópu á miðöldum, þ. á m. á Íslandi. Hún birtist í predikunum, helgisögum, trúarljóðum, myndskreytingum handrita, og kirkjulist. Heilög ritning var grundvöllur allrar þekkingar og klerkum var kennt að lesa ætti margs konar merkingu úr henni. Sá skilningur var bæði „jarðligr“ og „andligr“ og þeir skyldu miðla honum til leikmanna. Á Íslandi tíðkaðist önnur textahefð sem einnig krafðist túlkunar af hálfu viðtakenda sinna. Það var list dróttkvæða sem mikil rækt var lögð við af íslenskri höfðingjastétt og áhangendum hennar á þessum tíma. Þessari list fylgdi ákveðin afstaða til texta sem um margt er lík þeirri sem túlkendur Biblíunnar tileinkuðu sér. Sami texti getur haft margvíslega merkingu. Hann getur tengt saman óskylda merkingarheima. Merking hans er ekki augljós og það þarf að hafa fyrir því að túlka hann. Hugmyndir um gagnkvæma frjóvgun þessara túlkunarhefða hafa áður verið kynntar og mætt misjöfnum viðbrögðum fræðimanna. Skoðuð verða nokkur dæmi í lausamáli og kveðskap þar sem fagurfræði dróttkvæða mætir túlkun ritningar og rædd rök og mótrök fyrir því að Biblíutúlkun kirkjunnar kynni að hafa haft áhrif á það hvernig íslensk sagnarit voru saman sett.

Old Norse mythology has been heavily debated ever since the 19th century, and while most scholars today agree on a significant impact of learned Christian thought on this mythology in its recorded shape, the exact nature and scope of this theological impact is far from clear. In the second half of the 20th century, three influential theories on the appraisal of Old Norse mythology from a medieval Christian point of view were introduced: demonology, euhemerism, and analogy. Interestingly enough, in recent decades, scholarly interest in the interpretation of this mythology seems to have shifted away from in-depth textual analysis toward repetitive approval of older research, yet mostly without scrutinizing the conditions under which this research once was conducted. Thus current scholarly ideas are often shaped by older discourse with neither the history of relevant research being exposed, nor the relation between the actual Old Norse texts and modern theory being reevaluated. In my lecture, I am going to introduce several brief case studies to illustrate these claims, and to demonstrate some strong and weak points of popular and less popular interpretations of Old Norse mythology in the light of medieval theology.