Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar
Hugvísindastofnun gefur út tímaritið Ritið sem kemur út þrisvar á ári. Hvert hefti er tileinkað ákveðnu þema en einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur og þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda. Ritið er ritrýnt og kemur út þrisvar á ári.
Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
Ritið hóf göngu sína 2001 og frá árinu 2018 hefur það komið út í opnum aðgangi, sjá nánar á vef Ritsins. Eldri tölublöð má nálgast á vefnum Tímarit.is.
Kallað er eftir efni fyrir þemahefti á vefsíðu Ritsins. Þar má einnig nálgast leiðbeiningar um lengd og frágang greina.


Guðrún Steinþórsdóttir
Ritstjóri

Björn Þorsteinsson
Ritstjórn

Íris Ellenberger
Ritstjórn

Sif Ríkharðsdóttir
Ritstjórn
Viðfangsefni fyrri rita
Upplýsingar um Ritið frá 2018 eru á vefsíðu tímaritsins. Hér er að finna þemu eldri árganga.
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
- Tungumál
- - 3. Innflytjendur