Rannsóknastofur
Við Hugvísindasvið eru stundaðar rannsóknir sem tengjast öllum kennslugreinum sviðsins, þ.e. í bókmenntum, kvikmyndafræði, listfræði, menningarfræði og miðaldafræði, erlendum tungumálum og þýðingafræði, guðfræði og trúarbragðafræði, heimspeki, siðfræði, málvísindum, fornleifafræði og sagnfræði.
Akademískir starfsmenn sinna rannsóknum sínum undir merkjum sinnar deildar og sviðsins, en jafnframt innan rannsóknarstofa á fagsviði sínu. Svokallaðar „grunnstofur“ eru sex, auk þess sem Rannsóknastofa í fornleifafræði gegnir sambærilegu hlutverki og „þverfræðilegar rannsóknastofur“ eru þrjár. Allar starfa þær innan vébanda Hugvísindastofnunar og teljast aðildarstofur hennar. Á þessari síðu má finna vefi þeirra.
Sjálfstæðar rannsóknastofnanir