
Í Árnagarði 311 föstudaginn 10. mars kl. 15:15-17:00.
Í málstofunni verður saga og staða bókmenntagagnrýni á Íslandi til umfjöllunar. Meðal annars verður spurt um hvaða áhrif breytt fjölmiðlaumhverfi og tilkoma netmiðla hafa haft á bókmenntagagnrýni og rýnt í sögu og þróun ritdóma, sem og ólíkar aðferðir og nálganir þeirra sem sinna þessu starfi. Grundvallarspurningin snýst e.t.v. um hvort gagnrýnin skipti máli og þá á hvaða hátt?