Gamalt og (endur)nýtt

Málbreytingar eru margs konar og sama gildir um nýjungarnar sem þær skapa. Í málstofunni verður litið á nokkrar nýjungar sem sprottið hafa upp í íslenskri málsögu eða forsögu hennar, allt frá elsta tíma til nútímans. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um orðin vifl/vífl annars vegar og vifill/vífill hins vegar. Í þeim næsta verður rætt um tvö áþekk mynstur sem notuð eru í niðrandi tali, s.s. helvítið þitt og helvítið á honum; það fyrra hefur tekið ýmsum breytingum í aldanna rás og það síðara er að líkindum ungt. Þriðji fyrirlesturinn fjallar um ung nafnorð til orðin við áhrifsbreytinguna blöndun, t.d. þunnudagur, og sá fjórði um orðræðuögnina humm í nútímamáli.

Fyrirlestrar

Um orðin vifl/vífl og vifill/vífill

Helvítið þitt og helvítið á honum

Svörtudagur, þunnudagur, smánudagur og fleiri blönduð nýyrði.

Orðræðuögnin humm