
Í Árnagarði 303 föstudaginn 8. mars kl. 13:15-14:45.
Í þessari málstofu verður fjallað um frásagnaminni og frásagnamynstur af ýmsum toga sem birtast í íslenskum fornsögum, rímum og sagnadönsum. Í fyrirlestrunum verður m.a. kannað með hvaða hætti hið alþjóðlega frásagnamynstur hetjunnar (e. hero pattern) birtist í íslenskum fornsögum. Einnig verður fjallað um frásagnalögmál danska þjóðfræðingsins Axels Olrik og athugað hvort hægt sé að heimfæra þau upp á íslenska sagnadansa. Að lokum verður rætt um heimildagildi rímna og sagnadansa fyrir rannsóknir á norrænni trú með hliðsjón af goðfræðilegum frásagnaminnum.