
Í Árnagarði 311 föstudaginn 8. mars kl. 13:15-16:15.
Eitt af því áhugaverðasta í íslenskum samtímabókmenntum um þessar mundir er endurkoma smásögunnar. Á seinni hluta síðustu aldar virtist sem smásagnagerð væri að geispa golunni á Íslandi; það var nær ómögulegt fyrir nýja höfunda að fá smásagnasöfn útgefin og reyndar var bæði smásögunni og ljóðum spáð dauða. Hvoru tveggja reyndist fásinna. Á undanförnum árum hefur komið út fjöldi nýrra og spennandi smásagnasafna. Það sem meira er, innan smásögunnar má sjá merkilega nýsköpun og einkar nýstárleg efnistök, ekki síst í meðförum ungra höfunda. Í málstofunni verða flutt erindi um íslenska smásagnagerð í samtímanum og einnig litið aftur til miðbik tuttugustu aldar.