Kennsluþróun í hugvísindum

Image

Kennsluþróun í hugvísindum

Í Árnagarði 304 laugardaginn 9. mars kl. 10:00-12:00.

Í málstofunni verður rætt um kennsluþróun á sviði hugvísinda. Fjallað verður um alþjóðlegar kennslustofur og stuðning við kennara á Íslandi, nýjar leiðir í kennsluháttum sem tengjast breyttum tímum og nýrri tækni.

Fyrirlestrar

Í erindinu mun ég fjalla um ávinning og áskoranir sem mæta kennara í alþjóðlegu kennsluumhverfi háskóla. Erindið byggir að hluta til á reynslu minni sem kennari á alþjóðlegum námsleiðum með fjölbreytta hópa nemenda í Danmörku og Bandaríkjunum, bæði í kennslustofu og í fjarkennslu, en einnig verður horft til kenninga um kennslustofumenningu (e. classroom culture) og þær settar í samhengi við alþjóðavæðingu háskóla og tungumálastefnu. Ekki verður bara horft til alþjóðlegra nemenda heldur einnig skoðað hver hagur „heimanemenda“ (e. „home students“) getur verið af því að alþjóðavæða kennsluaðferðir til samræmis við rannsóknarumhverfi háskóla.

In the context of tertiary education in Iceland, the importance of effective teacher and student support systems is emphasized by the work of Fabrice Hénard and Deborah Roseveare. The authors‘ work highlights institutions' motivations to promote quality teaching in response to the growing demand for relevant education, long-term employability, and lifelong professional skills. Nevertheless, there's a noticeable gap in the literature concerning comprehensive studies on the support mechanisms available to students and stuff at the tertiary level in Iceland. Globally, institutions are striving to showcase reliability in delivering high-quality education amid a complex landscape with diverse stakeholders and expectations. This presentation addresses this gap by examining recent collaborative efforts and teacher support offered to teachers and students at the University of Iceland, incorporating insights from Hénard and Roseveare's framework to better understand these support structures and their effectiveness. In conclusion, this thorough examination not only contributes to the discourse on tertiary education but also has the potential to enhance teaching quality at the University of Iceland, aligning with global imperatives outlined by Hénard and Roseveare to meet the evolving demands of students, employers, and stakeholders in the dynamic higher education landscape.

Erindið verður flutt á ensku.

Mikil áhersla er lögð á að bæta kennsluumhverfi háskólana til að mæta mismunandi aðstæðum nemenda og býður Háskóli Íslands möguleika á staðnámi, fjarnámi og netnámi . Námsumhverfin þrjú krefjast oft mismunandi nálgunar í kennsluaðferðum og kennslufræði en ekki hefur verið mikið skoðað eða rætt hvernig eða hvort hægt sé að bjóða upp á allar námsaðferðirnar samhliða í einu og sama námskeiðinu. Í þessum fyrirlestri verður sagt frá tilraun sem gerð var í tveimur námskeiðum skólaárið 2023–2024 og rætt um árangur og áskoranir í notkun blandaðra kennsluaðferða í samhliða stað-, fjar-, og netnámi. 

Stytting námstíma til stúdentsprófsbrauta úr fjórum árum í þrjú, sem tók gildi árið 2015, hafði umtalsverð áhrif á kennslu erlendra tungumála þar sem einingum til stúdentsprófs í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) var fækkað allverulega og nemendur búa nú yfir minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda málinu þegar þeir hefja háskólanám.

Í ljósi þessarar breyttu stöðu er nauðsynlegt að skoða hver áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs eru á inntak náms í þessum tungumálum við Háskóla Íslands. Í þessu erindi verður sjónum beint að frönsku og áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs á inntak náms í frönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands skoðuð. Fjallað verður um þá kennsluþróun sem hefur átt sér stað til að koma til móts við minni kunnáttu nemenda í frönsku. Jafnframt verður fjallað um þróun nýrrar námsleiðar í frönsku sem kennd er í fjarkennslu til að mæta breyttum veruleika og aukinni áherslu Háskóla Íslands á fjarnám.