
Í Árnagarði 311 laugardaginn 9. mars kl. 13:00-16:00.
Í málstofunni verður rætt um nýlegar rannsóknir á íslensku táknmáli (ÍTM) og málsamfélagi þess. Rannsóknirnar spanna fjölbreytt svið og leiða í ljós nýjan sannleik, t.d. um uppruna ÍTM og þróun. Túlkun á milli ÍTM og íslensku er mikilvægur hlekkur í samskiptum tveggja menningarheima og verður hér fjallað um hver áhrif undirbúnings táknmálstúlkunar eru á gæði hennar. Þá verður rætt um hugræna úrvinnslu og inntak litaorða í ÍTM, um skráningu á setningafræðilegum fyrirbærum og orðaröð í íslensku táknmáli.
Málstofustjórar: Rannveig Sverrisdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson