Málvísindi í hafsjó tækninnar: Tjákn, máltækni, erfðafræði

Í málstofunni verður fjallað um ýmsar hliðar málvísinda sem hefðu verið óhugsandi áður en nútímatækni kom til sögunnar. Fjallað verður um hvernig tjákn (e. emojis) hafa komið fram sem ný birtingarmynd látbragðs í ritmáli, hvernig þau hafa áhrif á tungumál, bera merki málbreytinga og vekja upp spurningar um inngildingu og jaðarsetningu. Einnig verður sagt frá því hvernig ný stór villumálheild fyrir íslensku gerir máltæknifólki og kennurum mögulegt að fá víðari yfirsýn yfir ritvillur ólíkra hópa málhafa og hvernig þetta nýstárlega málfang getur stutt við þróun á leiðréttingarforritum og íslenskukennslu. Að lokum verður fjallað um hvernig hægt er að nota erfðafræði til að fá innsýn í uppruna tungumáls og þróun, þar á meðal áhrif erfða á hljóðkerfi.

Fyrirlestrar

Tjákn (e. emojis) í málvísindum

Íslensk villumálheild og innsýn í ritvillur ólíkra hópa

Hvað getur erfðafræðin sagt okkur um þróun tungumáls?