María mey – einn mesti áhrifavaldur allra tíma

María guðsmóðir er án efa áhrifamesta kona sögunnar, bæði sem söguleg persóna og ímynd. Í þessari þverfræðilegu málstofu guðfræðinga og fornleifafræðinga verða ýmsir þættir þessarar áhrifamiklu sögu skoðaðir, þar sem kastljósinu er einkum beint að birtingarmynd Maríu á Íslandi. Í kjölfar greiningar á þeim ólíku myndum sem elstu heimildir gefa af móður Jesú verður fjallað um mikilvægi Maríu í íslensku klausturlífi á miðöldum, gerð verður grein fyrir Maríu í íslenskum kveðskap, sem og í textílgerð miðalda, auk þess sem dæmi um birtingarform hennar í íslenskri náttúru verða könnuð. Að endingu verður sjónum beint að stöðu Maríu í íslensku þjóðkirkjunni í dag, eins og hún birtist meðal annars í sálmaiðkun kirkjunnar.

Fyrirlestrar

Margþættar myndir Maríu í Nýja testamentinu.

María mey og íslensku klaustrin.

Ave Maria, gratia plena, etc.: Íslenskar latínubækur og kveðskapur um móður Guðs.

Hannyrðakonan María: Ímynd kvenna og textílgerð á miðöldum.

Icelandic plants and the Virgin Mary.

„Heilaga móðir alls sem er“: Guðsmóðir sálmabókarinnar í ljósi femínískra og hinsegin fræða.