Setningafræði eldri og yngri íslensku

Í þessari málstofu verða margvíslegar glænýjar rannsóknir á íslenskri setningafræði kynntar, bæði í nútímamáli og eldra máli. Erindin eru mjög fjölbreytt; helstu viðfangsefni eru tengingin SEM AÐ, leppsetningar, samband setningafræði nafnliða og hljómfalls, setningafornöfn, andlagsstökk og þyngdaráhrif nafnliða, nýjar sagnir og rökliðagerð þeirra og forsendur málbreytinga í forníslensku.

Fyrirlestrar

SEM AÐ.

Bónleiður til búðar: Um (meintar) leppsetningar í forníslensku

Þú verður að koma út til að vera með: Um samband nafnliðaformgerðar og hljómfalls.

Skilyrði um tegund setningafornafns: Greining þvert á tungumál

Þyngdaráhrif og andlagsstökk í íslensku nútímamáli

Rökliðagerðir nýrra sagna í íslensku

Forníslenskar málbreytingar og þolmarkalögmálið.