
Í Odda 106 laugardaginn 11. mars kl. 13:00-16:30.
Í málstofunni verður í senn fjallað um leikjafræði sem fræðasvið og stafræna menningu í víðum skilningi. Þannig verður snert á sögu leikjafræða, tilteknum fræðilegum vandamálum innan fræðasviðsins og tengslum tölvuleikja við greinahefðir kvikmynda. Þá verður vikið að stafrænum hugvísindum, gagnagrunnum og dauða kvikmyndalistarinnar.
Málstofan er tvískipt. Fyrir kaffihlé verða fluttir tveir fyrirlestrar og tveir eftir hlé.