Hugvísindastofnun er miðstöð rannsókna á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hlutverk hennar er að fylgja eftir stefnu sviðsins um rannsóknir. Aðrar rannsóknastofnanir og stofur á sviðinu starfa innan vébanda Hugvísindastofnunar. Allt akademískt starfsfólk sviðsins á aðild að stofnuninni ásamt sérfræðingum og nýdoktorum og hún veitir doktorsnemum aðstöðu og stuðning.

Hugvísindastofnun gefur út Ritið og heldur Hugvísindaþing aðra helgi í mars á hverju ári með fjölda málstofa og yfir 100 fyrirlestrum fyrir fræðimenn og almenning.

Image