Abstrakt listin þá og nú: Samhengi og erindi óhlutbundinnar myndlistar á 20. og 21. öld
Á málstofunni verður sjónum beint að stöðu óhlutbundinnar eða abstrakt myndlistar í samhengi íslenskrar lista- og menningarsögu. Erindi málstofunnar fjalla með margvíslegum hætti um birtingarform abstrakt myndlistar á Íslandi frá árunum í kringum seinni heimsstyrjöld, tengslum hennar við alþjóðlegan myndlistarheim og túlkun abstrakt myndlistar í innlendri listumfjöllun. Tengsl hugmyndafræðilegs og fagurfræðilegs grundvallar óhlutbundinnar listar við stjórnmál, efnahag, vísindi og trúarbrögð um miðja 20. öld verða skoðuð og sjónum beint að þróun abstraktsjónar í íslenskri myndlist á seinni hluta 20. aldar og fyrstu áratugum 21. aldar. Í því samhengi verður meðal annars fjallað um þá möguleika sem óhlutbundið myndmál býður upp á til samtals við efnislegan, líkamlegan og andlegan veruleika mannsins og umhverfis hans.
Fyrirlestrar
Væntanlegt
Væntanlegt
Væntanlegt
Væntanlegt
Væntanlegt
Væntanlegt