
Í Árnagarði 311 laugardaginn 11. mars kl. 10:00-12:00. Smellið hér til að fylgjast með í streymi.
Hvað getur arfleifð fatlaðrar konu sem lifði lungann úr 20. öldinni sagt okkur um samfélag aldarinnar? Bíbí í Berlín – Bjargey Kristjánsdóttir (1927–1999) – ritaði sjálfsævisögu sína undir lok ævi sinnar sem gefin var út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar síðasta ár af Háskólaútgáfunni en Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, prófessor í fötlunarfræði, sá um útgáfuna. Í þessari málstofu munu fyrirlesarar skoða ýmsar hliðar arfleifðar Bíbíar og rökræða mikilvægi efnisins – heimildanna – sem hún skildi eftir sig fyrir íslensk hug- og félagsvísindi. Rannsóknirnar sem kynntar verða eru styrktar af Rannís til þriggja ára og mun ljúka með ritun bókar sem kemur út hjá hinu þekkta alþjóðlega bókaforlagi Routledge.
Málstofustjóri er Sólveig Ólafsdóttir.