Áskoranir listar og tækni

Image

Áskoranir listar og tækni

Í Árnagarði 303 laugardaginn 9. mars kl. 13:00-14:30.

Á málstofu um áskoranir listar og tækni er kafað í hvernig tæknibreytingar samtímans hafa umbreytt sköpun og skilningi á myndlist. Fyrirlesarar frá Íslandi og Bandaríkjunum taka til greiningar farsælt og umdeilt samband listar og tækni og kanna þær áskoranir og möguleika sem verða til þegar þessi svið mætast. Málstofunni er ætlað að gera listamönnum, listfræðingum og listáhugamönnum kleift að tengjast og skiptast á þekkingu á nýjum rannsóknum þessu sviði.

Fyrirlestrar

How important does the artist's touch become in an environment when it is no longer needed? This talk will explore how the intersection of the artist's hand and technology is a fertile ground for new creative processes in art by looking at the practices of several artists working today.

Agnes Ársælsdóttir, nemi í sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun, mun fjalla um listrannsóknir Borghildur Óskarsdóttur sem oftar en ekki fléttast saman við önnur fagsvið, svo sem ættfræði, sagnfræði og bókmenntir. Í verkum Borghildar má finna áleitnar spurningar um sögu þjóðar, siðferði náttúru og líf forfeðranna. Agnes hefur undanfarin misseri verið starfsnemi listheimspekingsins Aðalheiðar L. Guðmundsdóttur sem vinnur nú að uppsetningu yfirlitssýningar á verkum Borghildar sem opnar á Kjarvalsstöðum 16. mars næstkomandi. Meðfram sýningunni kemur út vegleg bók um ævistarf Borghildar sem spannar rétt rúmlega 60 ár. Sýningin er annar hluti af þremur í rannsóknarverkefni Listasafns Reykjavíkur og Háskóla Íslands sem leitast við að varpa frekara ljósi á hlut kvenna í íslenskri myndlistarsögu. Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs 2021 til þriggja ára.

Þótt gervigreind hafi verið þáttur í listsköpun í áratugi hefur hún fyrst nýverið vakið athygli almennings. Egill Sæbjörnsson hefur um árabil notað tölvuvinnslu við að gera kvika myndlist, þar sem sýndarmyndir spila saman við raunverulega hluti á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Nýverið hefur hann tileinkað sér aðferðir gervigreindar til að þróa ímyndaheim sinn, nokkuð sem var áberandi í sýningu hans í Listasafni Íslands haustið 2023. Þar nýtir hann tæknina til að semja samræður trölla sín á milli og til þess að breyta ásýnd áhorfenda á einfaldan hátt. Þótt Egill nýti sér tæknina við gerð myndanna felst samt sem áður ákveðin gagnrýnisbroddur í framsetningunni — tröll Egils eru því nokkurs konar „net-tröll“ í reynd og hegða sér sem slík. Ég skoða þessi verk Egils og greini í samhengi sögu tölvustuddrar myndlistar og nýtingu gervigreindar.