Austurland - efniviður rannsókna

Sögusvið erinda nær til 18., 19. og 20. aldar, auk þess sem rýnt er í hvaða minjar og upplýsingar moldin geymir í aldanna rás. Yfirskrift málstofunnar er regnhlífarheiti fyrir erindi fræðimanna sem fjalla um rannsóknir ýmiss efnis á sviði sagnfræði og fornleifafræði en þær eiga það þó allar sameiginlegt að fjalla um málefni sem tengjast Austurlandi á ýmsum tímabilum. Ráðstefnunni er ætlað að sýna þá vaxandi grósku sem nú er að verða í rannsóknum sem lúta að Austurlandi, enda af nógu að taka og vaxandi áhugi vísindamanna á fjórðungnum. Málstofan er hugsuð sem liður í að miðla rannsóknarniðurstöðum nýlegra eða yfirstandandi rannsókna á sögu Austurlands og kynna til sögu nokkur verkefni í því skyni.

Fyrirlestrar

Heilbrigði kvenna í Múlasýslum fyrr á öldum

Hörspuni og þéttbýlislíf á Vopnafirði í lok 18. aldar

Glæpur og refsing í Múlasýslum á 18. öld. Rannsókn á afbrotasögu.

Á (ó)opinberu sviði við alþjóðlega höfn. Veitinga- og verslunarrekstur Pálínu Waage, athafnakonu á Seyðisfirði

„Austfirsk“ doktorsritgerð verður til: Um tækifæri og áskoranir við hagnýtingu austfirskra heimilda.

Árþúsund við Atlantshaf. Hvað leynist í moldinni?