Byltingarkenndar tækninýjungar í fornleifafræði

Image

Byltingarkenndar tækninýjungar í fornleifafræði

Í Árnagarði 301 föstudaginn 7. mars kl. 13:15-16:45.

Fornleifafræðingar við Háskóla Íslands hafa tileinkað sér þær byltingarkenndu tækninýjungar sem fram hafa komið í vísindum á undanförnum árum. Í málstofunni munu þeir kynna hvernig sumar þeirra hafa nýst við fornleifarannsóknir þeirra, jafnt í námi sem starfi. Kynnt verða tækin XRF og FORS sem eru notuð til þess að greina litunarefni í handritum og klæðum en einnig efni til skreytinga á miðaldagripum. Þá verður sagt frá því hvernig fjölgeislamælar nýtast við leit að fornminjum á hafsbotni og hverju LIDAR myndtökur úr lofti geta skilað við rannsóknir á rústum. Ennfremur verður sagt frá framþróun í greiningum á lípíðum úr ólíkum efnivið og loks farið yfir nýstárlegar aðferðir við sértækrar greiningar á leðri.

Fyrri hluti málstofunnar verður fluttur á íslensku en sá seinni á ensku.

 

Revolutionary Technological Innovations in Archaeology

Archaeologists at the University of Iceland have adopted some of the technological innovations that have occurred in science in recent years. In this session, some of these innovations will be presented, and a discussion will be given on how they have been used in ongoing research. Equipment such as XRF and FORS are used to analyse dyes in manuscripts and clothing will be presented; how x-ray detectors are used when archaeological remains are searched and examined under the seabed; and the benefits of using aerial photography with LIDAR while examining and investigating archaeological ruins. Besides this, analysis of lipids in artefacts will be described and even scientific methods for analysing leather.

 

Fyrirlestrar

Á síðustu áratugum hefur tækni til neðansjávarrannsókna fleygt fram og orðið mikil aðferðafræðileg þróun, sérstaklega hvað varðar fjarkönnun, þ.e. með sónar og neðansjávardrónum. Þessi þróun hefur opnað nýja rannsóknarmöguleika á minjum neðansjávar, sem áður var erfitt að nálgast, og samhliða því hefur orðið þó nokkur aukning í rannsóknum neðansjávar á Íslandi. Þær rannsóknir hafa sýnt að minjar neðansjávar geta aukið  þekkingu okkar á mikilvægum þáttum Íslandssögunnar, t.d. skipasmíði svo og iðnaðar-, verslunar- og fiskveiðisögu, samskiptum Íslendinga við þjóðir Evrópu í gegnum aldirnar. Ekki er nóg að horfa til skipsflaka við rannsóknir á neðansjávarminjum. Stór hluti fornminja á Íslandi finnast við strendur landsins, t.d. hvalveiðistöðvar, verstöðvar, verslunarstaðir o.fl. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að nauðsynlegt er að taka hafsbotninn í nánasta umhverfi þessara staða með í reikninginn enda næst einungis hluti sögu þeirra með rannsóknum á landi. Ísland hefur alla tíð verið háð nýtingu á auðlindum hafsins, ferðum og verslun við útlönd, neðansjávarminjar eru mikilvægur gluggi inn í þessa sögu og geta því gefið nákvæmari mynd af búsetuþróun á Íslandi í gegnum aldirnar. Í þessum fyrirlestri verður fjallað stuttlega um þær aðferðir sem notaðar eru í rannsóknum á neðansjávarminjum á Íslandi.

Gripir sem finnast við fornleifarannsóknir leyna margir hverjir á sér og ekki minnka furðurnar ef skyggnst er undir yfirborð þeirra. Þetta á meðal annars við um gripi tengda matarhefðum. Við notkun gripanna hafa lífrænar agnir smogið inn undir hið gljúpa yfirborð ílátanna og hýrast þar í skúmaskotum. Hluti af þessum ögnum kallast lípíðar og þeir geta veitt mikilvægar vísbendingar um gripina og þau samfélög sem þá skópu. Rannsóknir á lípíðum eiga sér ekki langa sögu innan íslenskrar fornleifafræði en hún er býsna lengri víðast hvar annars staðar. Á síðustu tveimur áratugum hafa fornleifafræðingar hérlendis þó byrjað að feta sig niður þennan stíg. Lípíðagreiningar hafa sýnt hversu öflugar þær geta verið en það eru ákveðnir annmarkar á þeim sem mikilvægt er að hafa í huga. Í fyrirlestrinum verður farið yfir grundvallaratriði í greiningu lípíða, helstu möguleika og annmarka og sagt frá þeim lípíðarannsóknum sem hafa verið gerðar hér á Íslandi. Að endingu verður greint frá frumniðurstöðum úr tilraunafornleifafræðilegri rannsókn á varðveislu lípíða í ólíkum efnivið. Sú rannsókn er fyrsti fasi doktorsverkefnis fyrirlesara.

Vegir, götur og leiðir eldri en 100 ára teljast til fornleifa en skrásetning þeirra á vettvangi getur verið vandasöm og tímafrek. Hér verður greint frá einfaldri og fljótlegri aðferð til að skrásetja leiðir á kerfisbundinn hátt með notkun loftmynda og landupplýsingakerfa. Aðferðinni var beitt til að kortleggja flestallar leiðir á 165 ferkílómetra svæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og nærumhverfi hans. Valin svæði voru síðar myndmæld með flygildum í háupplausn þar sem enn fleiri leiðir voru raktar. Niðurstöðurnar varpa ljósi á umfangsmikið leiðakerfi sem sýnir ferðir fólks og fjár í Þingvallahrauni til forna, þar á meðal útlínur þekktra þjóðleiða sem höfðu horfið undir birkiskóga. Ein þeirra, svonefnd Klukkustígsleið, var í kjölfarið stikuð á vettvangi út frá skáningargögnunum og gerð aðgengileg á ný. Aðferðin hefur því þegar nýst við endurheimt merkra samgönguminja og býður upp á tækifæri í hefðbundinni fornleifaskráningu.

Fiber Optic Reflectance Spectroscopy, or FORS, allows researchers to measure the wavelengths of light reflected by archaeological material. At Háskóli Íslands, FORS has opened multiple avenues for future research. This paper focuses on one such utilization, the identification of the dyes used to color the extravagant preserved Icelandic textiles from the Middle Ages. In this case study, twenty-two Icelandic textiles were analyzed using the FORS system. The resulting 338 light spectra measurements were taken on 159 different areas of color. We were able to correlate more than half of these spectra to that of our dyed reference material, with the strongest identifications coming from blue, green, and red threads. While some limitations exist with this methodology, I believe this is offset by what we can learn without exposing these important textiles to unnecessary danger. The inclusion of this nondestructive technology in the archaeologists tool belt has proven to be a positive first step in uncovering new aspects of Icelandic culture and history. It provides new insight into the resources available, both local and imported, to the Icelandic weavers and embroiderers of the past.

Pigments and well-preserved textiles have been analysed using Fiber Optic Reflectance Spectroscopy (FORS) as a non-invasive method for dye identification. However, its use in buried textiles presents specific challenges, as prolonged exposure to soil minerals, humidity, and post-depositional contamination alters fibre composition and spectral behaviour. These factors, combined with the low stability and traceability of natural dyes, particularly yellows and browns, complicate analysis. These hues, dominant in plant-based dyes, are especially prone to spectral changes over time, requiring a refined interpretative framework. This study examines the effectiveness of FORS in detecting plant-based dyes in Icelandic archaeological textiles and addresses its methodological constraints. To enhance interpretation, an experimental archaeology approach has been implemented, involving the dyeing and spectral analysis of wool samples using historically documented dyes, including Icelandic plants, mosses, and lichens. This reference dataset allows for direct comparison with archaeological samples and provides a structured basis for spectral evaluation. One key challenge identified is the lack of distinct absorption peaks in certain hues, making the differentiation between original dye residues and environmental contamination particularly complex. Understanding these challenges strengthens the accuracy of non-invasive dye analysis, refining the methodological approach for integrating FORS with complementary techniques to improve the study of textiles affected by long-term burial and post-depositional alterations.

I am researching Icelandic leather artifacts using nondestructive techniques to learn the tanning technology used in each piece. The key categories of leather tanning that I am focusing on are chromium, vegetable, and oil and fat-based. Each tanning method imparts different qualities onto the final product, such as coloration, flexibility, and more. In particular, I am focusing on quantitative attributes such as light translucency and fiber size and measuring the elements that make up the artifact to make definitive and not subjective comparisons between samples.  In addition to analyzing artifacts, I will create leather samples using historical methods to compare the artifacts directly against known modern-day control samples.  Identifying tanning methods will allow a better understanding of the spread of knowledge, as each method represents a distinct innovation in leather processing.