
Í Árnagarði 311 laugardaginn 9. mars kl. 10:00-12:00.
Við lifum á tímum femínískra umbrota, endurskoðunar kynjaímynda og kröfugerða um bæði aukið jafnrétti og fyrirgefningar fyrir yfirsjónir. Í þeim efnum úir og grúir af siðferðilegum álitamálum, oft verður umræðan tilfinningaþrungin og við verðum ráðvillt og óviss um eigin stöðu. Einkennist nútímasamfélag af slaufunarmenningu? Hvenær er hægt að fyrirgefa og ber okkur einhvern tímann skylda til að fyrirgefa? Væri líf okkar ekki miklu betra ef við gætum verið eins og Barbie? Í þessari málstofu sigla þátttakendur í verkefninu „Flæðandi siðfræði: Femínísk heimspeki og MeToo“ um í öldurótinu og segja frá rannsóknum sínum.