
Í Odda 202 laugardaginn 11. mars kl. 13:00-14:30.
Réttur málhafa íslensks táknmáls (ÍTM) og erlendra móðurmála er viðurkenndur í íslenskum lagaramma, og þá sérstaklega í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011 og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur á Íslandi árið 2013 með lögum nr. 17/2013. Í málstofunni verður fjallað um tvær yfirstandandi rannsóknir sem beinast að því að skoða málhugmyndafræði, stefnur er varða íslenskt táknmál (ÍTM) og móðurmál innflytjenda sem og sýn foreldra á framkvæmd þeirra í skólakerfinu og utan þess.
Málstofan verður túlkuð á íslenskt táknmál.
Branislav Bédi kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.