„Enn einn fáni á vegginn“: Stefnur um íslenskt táknmál og móðurmál innflytjenda, framkvæmd þeirra og hugmyndafræði

Í málstofunni verður fjallað um tvær yfirstandandi rannsóknir sem beinast að því að skoða málhugmyndafræði, stefnur er varða íslenskt táknmál (ÍTM) og móðurmál innflytjenda sem og framkvæmd þeirra í skólakerfinu og utan þess.

Fyrirlestrar

Málstefnur og málhegðun ólíkra hópa: ÍTM, móðurmál innflytjenda og íslenska

Málstefnur á Íslandi: Fókus á ÍTM og erlend móðurmál

Tvítyngi ÍTM og íslensku: Hugleiðing um nálgun