
Í Veröld 007 laugardaginn 9. mars kl. 10:00-12:00.
Nokkrir vísindamenn sem fylgdust með fyrirlestrarröðinni Eru söfn einhvers virði? munu ræða saman um hvað hafi áunnist með þeim fyrirlestrum sem fluttir voru í Þjóðminjasafninu á haustmánuðum 2023 og hvernig best sé að bregðast við þeirri stöðu sem safnaheimurinn virðist standa frammi fyrir nú um stundir. Minna má á að í nýjasta hefti tímaritsins Sögu er að finna umræðu um framtíð þessara safna í sérstakri kví sem nefnist Álitamál. Samræðan í þessari málstofu hefst í kjölfar fyrirlestrar Sigurðar Gylfa Magnússonar sem verður nokkurs konar inngangur að umræðunni. Lögð verður áhersla á þátttöku málstofugesta.
Sólveig Ólafsdóttir verður fundarstjóri.