Eru söfn einhvers virði? Samræða um menningarástand

Image

Eru söfn einhvers virði? Samræða um menningarástand

Í Veröld 007 laugardaginn 9. mars kl. 10:00-12:00. 

Nokkrir vísindamenn sem fylgdust með fyrirlestrarröðinni Eru söfn einhvers virði? munu ræða saman um hvað hafi áunnist með þeim fyrirlestrum sem fluttir voru í Þjóðminjasafninu á haustmánuðum 2023 og hvernig best sé að bregðast við þeirri stöðu sem safnaheimurinn virðist standa frammi fyrir nú um stundir. Minna má á að í nýjasta hefti tímaritsins Sögu er að finna umræðu um framtíð þessara safna í sérstakri kví sem nefnist Álitamál. Samræðan í þessari málstofu hefst í kjölfar fyrirlestrar Sigurðar Gylfa Magnússonar sem verður nokkurs konar inngangur að umræðunni. Lögð verður áhersla á þátttöku málstofugesta.

Sólveig Ólafsdóttir verður fundarstjóri.

Fyrirlestrar

Á haustmánuðum 2023 stóð hópur vísindamanna við Háskóla Íslands fyrir fyrirlestrarröð sem bar nafnið Eru söfn einhvers virði? Tólf valinkunnir vísindamenn innan hug- og félagsvísinda tóku til máls með viku millibili allt misserið og fjöldi fólks fylgdist með framgangi samræðunnar í Þjóðminjasafni Íslands og á netinu. Í þessum fyrirlestri verða ræddar ástæður þess að ákveðið var að efna til fræðilegrar samdrykkju um þá staðreynd að búið væri að ákveða að leggja niður Borgarskjalasafnið og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Áherslan í þessum fyrirlestri verður á einkaskjöl. Vísindaheimurinn hefur breyst á síðari árum og einkaskjöl í hvaða formi sem þau birtast hafa fengið meiri athygli innan hug- og félagsvísinda. Stór hluti varðveittra einkaskjala eru vistuð í hérðasskjalasöfnum um land allt. Rætt verður um þýðingu þeirra og mikilvægi þess að þeim sé búin viðunandi staður í safnaheiminum.

Tveir vísindamenn sem fylgdust með fyrirlestrarröðinni Eru söfn einhvers virði? munu ræða saman um hvað hafi áunnist með þeim fyrirlestrum sem fluttir voru í Þjóðminjasafninu á haustmánuðum 2023 og hvernig best sé að bregðast við þeirri stöðu sem safnaheimurinn virðist standa frammi fyrir nú um stundir. Minna má á að í nýjasta hefti tímaritsins Sögu er að finna umræðu um framtíð þessara safna í sérstakri kví sem nefnist Álitamál. Samræðan í þessari málstofu hefst í kjölfar fyrirlestrar Sigurðar Gylfa Magnússonar sem verður nokkurs konar inngangur að umræðunni. Lögð verður áhersla á þátttöku málstofugesta.

 

Stefán Bogi Sveinsson – Héraðsskjalasafnið á Egilstöðum

Sólborg Una Pálsdóttir – Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki

Sigurður Gylfi Magnússon prófessor segir frá málstofunni.