Ferðasögur kvenna um Ísland: nýjar stefnur og rannsóknir
Ferðasögur kvenna um Ísland: nýjar stefnur og rannsóknir
Í Odda 202 föstudaginn 8. mars kl. 15:15-16:45.
Þessi málstofa fjallar um ferðasögur kvenna sem heimsóttu Ísland á nítjándu og tuttugustu öld. Þrátt fyrir nokkuð víðfeðmar rannsóknir á Íslandsferðum erlendra ferðalanga og fjölda fræðilegra umfjallana um þetta efni, þá hafa ferðir erlendra kvenna til Íslands, raddir og reynsluheimur þessara kvenna varðandi Ísland fengið undarlega litla athygli í slíkum umfjöllunum hingað til. Í málstofunni munu fyrirlesarar kynna nokkrar konur frá nítjándu og tuttugustu öld sem ferðuðust til Íslands og skrifuðu ferðasögur eða skráðu á einn eða annan máta þessar ferðir og reynslu sína af Íslandi. Fjallað er um m.a. bakgrunn þeirra og hvata til Íslandsferða, hugmyndir þeirra um Ísland og þau áhrif sem Ísland hafði á þær. Fyrirlestrar byggja á rannsóknarverkefnunum Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands, sem styrkt er af Rannís, og Scotland in the North: Arctic Encounters in Scottish Literature, sem styrkt er af Rannsóknasjóði HÍ.
Fyrirlestrar
Sagnalandslag Íslands hefur heillað marga enskumælandi ferðamenn frá því snemma á 19. öld. Ferðalýsingar eftir ferðalanga svo sem Sabine Baring-Gould, William Gershom Collingwood, William Morris, og W. H. Auden eru vel þekktar og koma oft fyrir í fræðilegri og almennri umfjöllun um ferðasögu og menningarsögu Íslands. En að sjálfsögðu heimsóttu konur Ísland líka. Og margar þessara kvenna bjuggu yfir þekkingu á miðaldabókmenntum Íslands og íslenskri tungu og sumar birtu lýsingar á ferðum sínum til Íslands. Hingað til og að mestu leyti hafa þó þessar frásagnir ekki vakið athygli á sama hátt og ferðabækur eftir karlmenn. Verkefnið Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands er m.a. með það að markmiði að varpa ljósi á tilvist fjölda ferðalýsinga kvenna um Ísland, með því að skrá og greina efnið. Í þessu erindi verður fjórar konur kynntar (Elizabeth Jane Oswald, Bertha Surtees Phillpotts, Mary Charlotte Julia Leith, May Morris) og Íslandslýsingar þeirra ræddar (útgefnar og óútgefnar), með sérstaka áherslu á hvernig þær upplifðu sögustaði.
Skoski rithöfundurinn Isobel Wylie Hutchison (1889–1982) var fjölhæf kona. Auk þess að skrifa ljóð, skáldskap, ferðabækur og tímarita- og blaðagreinar var hún grasafræðingur, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og vatnslitalistamaður. Hutchison ferðaðist ein um norðurslóðir á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar. Ferðir hennar um Grænland, Alaska, og Aleut-eyjar, oft við ótryggar aðstæður, hafa hingað til vakið mestan áhuga meðal fræðimanna.
Upphafið á norðurslóðaævintýri Hutchison markaðist af ferð til Íslands sumarið 1925 og það var fljótlega eftir þá ferð sem hún ákvað að ferðast lengra norður, þannig að næstu árin fór hún bæði til Lofoten-eyja í Noregi og til Grænlands. Sumarið 1930 sneri hún svo aftur til Íslands. Þessar tvær Íslandsferðir Hutchison hafa fengið litla umfjöllun, en þær höfðu greinileg áhrif á hana og voru efniviður í skrifum hennar næstu árin. Birti hún fjölda blaða- og tímaritagreina um þessar ferðir, auk þess sem hún skrifaði ljóð og smásögur innblásnar af Íslandsferðunum. Einnig skrifaðist hún á við fólk á Íslandi (eða fólk annars staðar varðandi íslensk málefni) að minnsta kosti fram á seinni hluta fimmta áratugarins sem sýnir greinilega áframhaldandi áhuga hennar á landinu og málefnum þess.
Þetta erindi fjallar um ferðir Hutchison til Íslands og upplifun hennar af fólki, landslagi og menningu landsins eins og hún endurspeglast í ferðasögum hennar og öðru efni sem er innblásið af Íslandi. Erindið byggir á rannsóknum á umfangsmiklu skjalasafni Hutchison sem samanstendur af skrifum hennar, ljósmyndum, vatnslitamyndum, persónulegum dagbókum, bréfaskriftum og fleiru.
In the late nineteenth and early twentieth centuries, dozens of travel narratives—mostly from the UK—about Iceland appeared in the United States. The majority of these were written by and for men and women of the wealthier, upper class, as those were the only Americans who could afford to make the long journey to Iceland. However, as the costs of steamship travel became more affordable, and especially with the onset of the Raymond-Whitcomb North Cape cruise in the 1920s, a more economically diverse collection of American tourists began visiting Iceland. In many cases, middle-class American women would journey to Iceland and then share their experiences. Rather than a book-length narrative, however, they chose to give lectures and talks in social clubs, write articles in more feminine-focused periodicals like Ladies’ Home Companion, or to give interviews in their hometown newspapers. In this paper, I will explore the “feminine” space of the social club and the role it played in the perception of Iceland among middle class American women.