Franskar bókmenntir í deiglunni

Í málstofunni verður fjallað um nokkra franska rithöfunda og málefni sem eru í deiglunni í bókmenntaumræðunni. Annie Ernaux fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 2022 og mun Irma Erlingsdóttir fjalla um viðbrögð og umræðu í Frakklandi í tengslum við verðlaunin. Toby Wikström beinir sjónum að mælskulist sjálfsævisögunnar og afneitun Montaignes í Játningum Rousseau með hliðsjón af nýrri þýðingu Péturs Gunnarssonar á verkinu. Árið 2022 voru 450 ár liðin síðan fjöldamorð voru framin á frönskum mótmælendum á degi Saint-Barthélémy. Þau komu af stað langvarandi trúarbragðastríði í landinu og áhrif þeirra á franskt samfélag voru djúpstæð og margbrotin. Í erindi sínu fjallar Guðrún Kristinsdóttir um trúarbragðastríðin í þremur samtímatextum (Marguerite de Nava! rre, Montaigne, Madame de Lafayette). Að lokum verður sjónum beint að skrifum fransk-senegalska rithöfundarins Davids Diop, einkum í skáldsögunni Á nóttunni er allt blóð svart, sem fékk hin þekktu Alþjóðlegu Booker-verðlaun árið 2021.

Fyrirlestrar

Bókmenntaverðlaun Nóbels til Annie Ernaux: Viðbrögð í Frakklandi

„Að svo miklu leyti sem texti geti verið maður“: mælskulist sjálfsævisögunnar og afneitun Montaigne í Játningunum Rousseau.

Saga og bókmenntir, bókmenntir og tráma: trúarbragðastríðin í þremur samtímatextum (Marguerite de Navarre, Montaigne, Madame de Lafayette)

Um skynsemi, firringu og fegurð í skáldsögu Davids Diop, Á nóttunni er allt blóð svart