Gagnvegir yfir Atlantshafið: Endurritun skáldskapar og goðsagna
Í Árnagarði 310 laugardaginn 11. mars kl. 13:00-14:30. Smellið hér til að fylgjast með í streymi.
Hvernig tengjast goðsögulegar hugmyndir um Víkinga rannsóknum bandarískra femínista á nýlendustefnu? Hver eru tengsl man/mann-ránsfrásagna (e. captivity narrative) og hetjuímynda? Hvað segja viðbrögð íslenskra lesenda við bandarísku skáldsögunni Kapítóla um hugmyndir manna hér á landi um Bandaríkin og bandaríska menningu? Í málstofunni munu höfundar ræða femínísk skrif, ævintýrasögur og vinsælar bandarískar skáldsögur frá lokum 19. aldar í samhengi rannsókna á tengslum Bandaríkjanna og Norðurlanda.
Fyrirlestrar
Í Rödd úr Suðrinu (e. A Voice from the South) 1892 fjallar femíníski sagnfræðingurinn Anna Julia Cooper um bandaríska sjálfsmynd og goðsögur tengdar uppruna hvítra Bandaríkjamanna. Þar nefnir hún sérstaklega goðsögulegar hugmyndir um víkingaarfleifð og tengsl ofbeldisfullrar hegðunar við að vera afkomandi norrænna konunga sjávarins. Í erindinu verða skrif Cooper um kynþáttaofbeldi og víkinga skoðuð í samhengi við rannsóknir hennar á evrópskri nýlendusögu og fjallað um hvernig hún dregur saman virkni nýlendustefnu í norrænum goðsögum á 19. öld.
Árið 1909 birtist grein í Mánaðarblaði K.F.U.M. þar sem fjallað er um útlán á bókasafni félagsins. Þar er það talið sérstakt fagnaðarefni að í janúar hafi „Njála verið lánuð fjórum sinnum, en Kapitóla aldrei“. Kapitóla, sem þarna er nefnd, er skáldsaga eftir bandarísku skáldkonuna E.D.E.N. Southwarth (1819-1899) sem notið hefur fádæma vinsælda á Íslandi og verið gefin út í sex mismunandi útgáfum hér á landi á tímabilinu 1905-2018. Vinsældir Kapítólu hafa þó ekki verið vel séðar af öllum og í fyrrnefndri grein er hún sögð „slæm bók“, „smekkspillandi“ og eiginlega á safni K.F.U.M. „í óþökk“.
Í fyrirlestrinum verður Kapítóla sett í samhengi við umræðu og orðræðu um nútímavæðingu, Bandaríkin og bandaríska menningu á Íslandi í upphafi aldarinnar. Spurt er hvers vegna þessari „útlendu bók“ sé stillt upp eins og andstæðu Njálu og annarra Íslendinga sagna en jafnframt hvort eitthvað í fari aðalkvenpersónunnar sem klæðist karlmannsfötum í upphafi og hefur ýmis kynþáttamörk (e. racial marker) einstaklinga með dökkt litarhaft hafi átt þátt í því að hún fór fyrir brjóstið á mörgum. Um leið er velt vöngum yfir því hvort þessi sömu atriði kunni að eiga þátt í vinsældum hennar.
Vikings have become synonymous with adventure. The medieval Norse explorers and warriors certainly performed extraordinary feats, faced many dangers, and encountered various different cultures – all of which would become important components of adventure stories. In fact, historians were beginning to think of the Viking Age in such terms. James Anthony Froude wrote in 1854 that the Norse, or “ancient Teutonic Man,” were “roaming over sea and land in pursuit of manly adventure, knew no fear of death.” Martin Green adds: “the story of the Teutonic race became a world-history adventure tale.”
In the middle of the nineteenth century, Americans were becoming increasingly interested in Old Norse literature and the Viking – but they were also perfecting the American adventure genre, which has its roots in British adventure stories, but, more importantly, in the Indian captivity narrative of the early colonial period in America. These narratives described a unique experience of European settlers, who were taken captive by indigenous American tribes, held for a period of time, learned valuable skills from their captors, and finally returned – usually via escape or rescue – to share these skills with their communities.
The American adventure reached its zenith when the captivity narrative morphed into the frontier hero narrative, exemplified by Natty Bumppo in James Fennimore Cooper‘s Leatherstocking Tales. He came to represent certain nineteenth-century American ideals, such as manifest destiny, ideal manliness, and racial superiority. Bumppo and his predecessor Daniel Boone would serve as archetypes for subsequent adventure heroes, all of whom would reflect many of these ideals.
In the early part of the twentieth century, the Vikings were inevitably portrayed in American adventures. Over the course of the twentieth century, they would continue to appear in adventure fiction and film. But these Viking adventures are often built upon the captivity narrative, or the hero is inspired by Boone or Bumppo and therefore still retains nineteenth-century ideals and prejudices. This paper will demonstrate how the Vikings came to represent American ideals through the adventure genre by highlighting fiction and film from the twentieth and twenty-first centuries.