
Í Odda 202 laugardaginn 11. mars kl. 10:00-12:00.
Flest kannast við hefðbundnar guðsmyndir kristni og kirkju þar sem Guði er gjarnan lýst sem algóðum, alvitrum, réttlátum og miskunnsömum konungi, föður og sigurvegara. Gagnrýni á hefðbundnar túlkanir af þessu tagi er ekki ný af nálinni, en hún hefur verið fyrirferðarmikil síðustu áratugina, ekki síst eftir að konur stigu inn á fræðasvið guðfræðinnar. Femínískir guðfræðingar, ásamt róttækum guðfræðingum sem m.a. kenndu sig við frelsunarguðfræði og svarta guðfræði, gagnrýndu viðteknar og rótgrónar hugmyndir um Guð og ögruðu með hugmyndum sem oft á tíðum hafa þótt algerlega út úr korti.
Í málstofunni verður fjallað um guðsmyndarsmíði frá ólíkum sjónarhólum og dæmi tekin úr bæði sögu og samtíð.