Hetjur, kreppur og heimsveldi

Í þessari málstofu verður hugað að dæmum úr samtímabókmenntum um hetjur í fjölbreyttu samhengi. Skoðað verður hvernig hetjur birtast í skáldsögum, glæpasögum og sjálfsævisögulegum skrifum og hvernig þær bregðast við og/eða eru viðbragð við samfélagslegum og sögulegum þáttum á borð kyn, kreppur, fólksflutninga og heimsveldi. Þá verður rætt um hvernig söguhetjur verkanna sem fjallað verður um tengjast hugmyndum um fortíðina, eins og þær birtast í menningarlegu minni, til dæmis í nostalgískum hugmyndum um gullöld þjóða eða samfélaga.

Fyrirlestrar

Hin frjálsa norræna hetja: Harry Hole og heimsveldið

Kreppukvenhetjur og nostalgía í hrunbókmenntum íslenskra kvenrithöfunda

Innflytjandinn og hetjuhugmyndin: Með fortíðina í farangrinum