Í heimi laganna

Í Árnagarði 304 laugardaginn 11. mars kl. 15:00-16:30.

Lög og réttarhöld fyrri tíma eru sígilt rannsóknarefni sagnfræðinga og bókmenntafræðinga. Oft býr að baki hreinræktaður sögulegur áhugi en kveikja slíkra rannsókna geta þó allt eins verið þær hugmyndir um glæpi, réttlæti og dómstóla sem ríkjandi eru í samtímanum. Í þessari málstofu, sem fram fer á íslensku og ensku, verður fjallað um nítjándu aldar þýðingar á írskum miðaldalögum, réttarhöld í Sögu Ólafs Þórhallasonar sem rituð var í lok átjándu aldar og loks hið raunverulega dómsmál sem veitti Halldóri Laxness innblástur í upphafi Íslandsklukkunnar.

Law and legal cases have been a popular research topic of historians and literary scholars for a long time. Often such studies are inspired by sheer historical interest, but they can also be guided by contemporary ideas about crime, justice and the courts. This session, with papers both delivered in Icelandic and English, focuses on nineteenth-century translations of medieval Irish, law proceedings in the eighteenth-century Icelandic novel Saga Ólafs Þórhallasonar and the seventeenth-century court case that inspired the opening of Halldór Laxness novel Íslandsklukkan.

Fyrirlestrar

The paper examines the project to translate the corpus of medieval Irish law in the mid-nineteeth century and discusses how contemporaneous events shaped the way certain words were translated. This talk will also examine how the project created a cultural currency around early Irish law and how it was viewed as a medium to rectify perceived injustices in society, which were created and perpetuated by the implementation of English Common Law in Ireland.

Árið 1987 birtist í fyrsta sinn á bók ríflega tvö hundruð ára gamalt skáldverk eftir íslenskan höfund, Eirík Laxdal Eiríksson (1743–1816). Verkið, sem ber titilinn Saga Ólafs Þórhallasonar, hafði fram að því aðeins verið aðgengilegt í handritum. Það er einum þræði þroskasaga unglingsins Ólafs sem elst upp í Skagafirði en flækist í rás sögunnar víða um land og kemst bæði í kynni við útlaga og huldufólk. Tvívegis í sögunni er réttur settur í heimi huldufólksins. Í fyrra skiptið er Ólafur sakaður um að hafa tælt til fylgilags við sig huldukonunna Álfhildi en í seinna skiptið er huldukonan Þórhildur sökuð um að hafa tælt Ólaf frá þriðju huldukonunni og misst fóstur vegna lauslætis á meðgöngunni. Grimmilegrar dauðarefsingar er krafist í báðum tilvikum. Í fyrirlestrinum verður málareksturinn settur í samband við margbrotinn frásagnarhátt Ólafssögu sem knýr Ólaf og lesendur stöðugt til að endurskoða eigin hugmyndir um hvað sé satt og logið, rétt og rangt.

Vel er þekkt að líkamlegar refsingar og aftökur tíðkuðust hérlendis um aldaraðir, en þó er furðu fátt að finna um framkvæmdina í sögulegum heimildum. Hugmyndir sem kunna að vera á kreiki um það má þess vegna að talsverðu leyti rekja til hugmyndaríkra rithöfunda, ekki síður en þjóðsagna og upplýsinga frá útlöndum. Þetta á einnig við um böðlana; um þá eru heimildirnar þöglar, án þess að ástæða sé til að efast um tilvist þeirra. Í fyrirlestrinum verður sagt frá leit að böðlum í íslenskum ritheimildum og þeirri óvæntu niðurstöðu að frægasti böðull sögunnar hafi að öllum líkindum ekki verið böðull í alvörunni, heldur aðeins í Íslandsklukkunni hans Halldórs Laxness.