
Í Lögbergi 201 föstudaginn 10. mars kl. 15:15-16:45. Smellið hér til að fylgjast með í streymi.
Í þessari málstofu verður sjónum beint að kennslu og tileinkun íslensku sem annars máls. Skoðaðir verða þættir á borð við málfræði og orðaforða og tileinkun þeirra samkvæmt mismunandi erfiðleikastigum með hliðsjón af Evrópska tungumálarammanum. Svo verða rædd íslenskunámskeið fyrir leikskólastarfsfólk á grundvelli samstarfs Menntafléttunnar og Íslenskuþorpsins.
Málstofan verður túlkuð á íslenskt táknmál.
Branislav Bédi kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.