
Í Árnagarði 309 föstudaginn 7. mars kl. 15:15-16:45.
Á 16. og 17. öld skapaðist sú hefð meðal betri borgara á Ítalíu og í Frakklandi að efna til menningarviðburða í heimahúsum. Starfsemi af þessu tagi, sem jafnan var kennd við vettvang sinn, stássstofuna, breiddist hratt út um alla Evrópu og víðar á næstu áratugum. Á þessari málstofu verður hugað að íslenskum heimilum í Reykjavík og á Eyrarbakka á 19. og 20. öld sem þjónuðu líku hlutverki og hið evrópska „salon“. Athyglin beinist meðal annars að Húsinu á Eyrarbakka og Brekkubæ, Unuhúsi og Aðalstræti 6 í Reykjavík.