Íslenskt táknmál og íslenska sem annað mál: Um málhugmyndafræði, viðhorf og menningu
Íslenskt táknmál og íslenska sem annað mál: Um málhugmyndafræði, viðhorf og menningu
Í Árnagarði 311 laugardaginn 8. mars kl. 13:00-14:30.
Í þessari fjölbreyttu málstofu verður rýnt í málhugmyndafræði í sambandi við íslenskt táknmál. Svo verður sjónum beint að viðhorfum nemenda í íslensku sem öðru máli gagnvart kennurum sínum eftir því hvort þeir séu móðurmálshafar eða annarsmálshafar íslensku. Loks verður fjallað um að rækta menntoramenningu í ljósi síaukins fjölbreytileika innan háskólasamfélagsins.
Fyrirlestrar
Rannsóknir á málhugmyndafræði og áhrifum hennar á táknmál og táknmálssamfélög hafa á undanförnum árum fengið sífellt meira vægi. Á Íslandi er lítill málminnihlutahópur sem hefur íslenskt táknmál (ÍTM) að móðurmáli en það er eina hefðbundna minnihlutamálið hérlendis. Staða þess er tryggð með lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensk táknmáls, nr. 61/2011, í ýmsum reglugerðum og námskrám sem og þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024–2027. Ýmislegt bendir til þess að þrátt fyrir gildandi lög og ýmsar góðar stefnur þá gæti ekki jafnræðis með þeim sem hafa ÍTM og íslensku að móðurmáli. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér verður kynnt var að kanna hver upplifun táknmálsfólks (döff) af framkvæmd laga og reglugerða væri. Við greiningu á viðtölum fæst sá skilningur að táknmálsfólk upplifi mikið óréttlæti og þekkingarleysi í garð ÍTM og málsamfélagsins. Niðurstöður úr rannsókninni benda til þess að ÍTM sé ekki jafnrétthátt íslenskri tungu til samskipta þrátt fyrir lögin sem banna mismunun á grundvelli tungumálanna. Það hefur áhrif á lífvænleika ÍTM, málinu er ógnað og málhöfum fækkar sem veldur því að táknmálsbörn njóta ekki málumhverfis. Þessi alvarlega staða er tilkomin vegna ríkjandi málhugmyndafræði þar sem ekki er litið á ÍTM sem tungumál.
Nemum á námbraut Íslensku sem annars máls við HÍ hefur fjölgað stöðugt á undanförnum árum og er það í takt við fjölgun annarsmálshafa íslensku í samfélaginu. Hvati þessara nemendur til að stunda nám í íslensku sem öðru máli er eins fjölbreyttur og bakgrunnur þeirra. Til að koma til móts við aukna aðsókn að náminu hafa verið ráðnir fleiri kennarar á námsbrautinni og hefur um þriðjungur þeirra íslensku að öðru máli.
Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir hafa kannað viðhorf nemenda til kennarahópa beggja, þ.e.a.s þess sem hefur kennslumálið að móðurmáli og hins sem hefur annað mál en kennslumálið að móðurmáli. Niðurstöður þessara rannsókna hafa m.a. leitt í ljós að munur er á viðhorfum nemenda til kennaranna eftir mismunandi þáttum, t.a.m. sjálfsmati í tungumálafærni, kennsluaðferðum, hvata til náms og viðhorfum til tungumáls og menningu móttökulandsins.
Í þessu erindi verður sagt frá niðurstöðum tveggja kannana sem beinast að viðhorfum nemenda í íslensku sem öðru máli til kennara sinna eftir móðurmáli og ofangreindum þáttum. Um er að ræða samanburðarrannsókn sem var framkvæmd með fimm ára millibili árin 2019 og 2024 og samanstóð af spurningalista með lokuðum og opnum spurningum. Í þessu erindi verður sérstök áhersla lögð á niðurstöður úr lokuðu spurningunum og þær bornar saman milli áranna.
The aim of this lecture is to introduce the main dimensions of intercultural mentoring that we explore during the whole year course of Mentor in Spretti GKY001M.
Intercultural mentoring is increasingly important due to the diverse educational community, globalization, and policymakers’ global agenda on inclusion (Ainscow, 2020; Cole & Barber, 2021; Lunsford et al., 2017).
The concept of intercultural mentoring refers to “the interactive relationship when mentor and mentee come from different cultures” (Osula & Irvin, 2009, p. 39), thus focusing on the interaction between culturally diverse people (Kecskes, 2017). Culture embodies values, beliefs, and norms that are acceptable to individuals from those cultures but might be unrecognized or misunderstood by an outgroup (Kochan & Pascarelli, 2012), and if misunderstood, can cause disagreements and emotional tensions (Jokikokko & Uitto, 2017; Madrid et al., 2016).
Through the program Sprettur of University of Iceland, we are working to co-create a new culture of intercultural mentoring that can work as a network of support and assistance to students of foreign background who are struggling to keep up with the pressures of adaptation and integration to the educational culture and to the large Icelandic society.