JARÐNÁND: Umhverfi, framtíð og huglíkami
Í Árnagarði 301 laugardaginn 11. mars kl. 10:00-14:30. Smellið hér til að fylgjast með streymi.
Málstofan hverfist um þróun þverfaglegra, framvirkra og skapandi leiða til þekkingarmiðlunar um þann margþætta umhverfisvanda sem mannkynið og lífríki Jarðar standa frammi fyrir. Hnattrænar loftslagsbreytingar eru þar í forgrunni en verða skoðaðar í nánu samhengi við önnur meginsvið umhverfismála: sjálfbæra þróun og líffræðilega fjölbreytni. Kjarni hugmyndarinnar varðar samfélagslega nýsköpun (e. Social innovation) og leit úrlausnarefna sem fela í sér aðgerðir sem hnýta saman staðbundna félagslega þætti sjálfbærrar þróunar og alþjóðlega vísindalega þekkingu á loftslags- og umhverfismálum. Höfuðáherslan er á skapandi og gagnrýnar leiðir til að skilja tilvist og stöðu okkar í flóknum heimi umbreytinga á hnattrænum skala. Sérstök áhersla verður lögð á framtíðina; að þróa nýstárlegar leiðir til að geta betur ímyndað sér hvernig framtíðin geti litið út og um leið auka skilning á því hvernig val núlifandi kynslóða leggur grunn að framtíðinni sem afkomendurnir munu hljóta í arf. Málstofan mun taka útgangspunkt í yfirlýstu markmiði (M5) í stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsmálum: „Starf á sviði félags- og hugvísinda og lista sé hluti nauðsynlegrar þekkingarsköpunar vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum sem kallar ekki bara á tæknilegar breytingar, heldur einnig, og ekki hvað síst, breytingar á mannlegri hegðun.“ Stefna stjórnvalda kallar augljóslega á virka aðkomu fræði- og listamanna sem fást við þekkingarsköpun á umræddum sviðum – svið sem hafa hingað til verið fremur ‚jaðarsett‘ í opinberri umræðu og stefnumörkun um umhverfismál – svo og möguleika þeirra á gagnvirku, skapandi samtali þeirra við yngri kynslóðir. Lögð verður höfuðáhersla á listræna starfsemi sem grundvöll að upplýstri, lýðræðislegri og framsýnni umræðu um helstu umhverfisvandamál samtímans, en þá jafnframt á tengsl slíkrar starfsemi við fræðastarf annars vegar og sýningarstarf hins vegar.
Erindi verða á ensku og íslensku og er málstofan tvískipt: Fyrir hádegi verða inngangsorð og fimm fyrirlestrar en eftir hádegi tveir og að þeim loknum verða pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðinu verða: Bjarki Bragason, deildarforseti Myndlistardeildar við Listaháskóla Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður, Helga Aradóttir, safnkennari við Náttúruminjasafn Íslands, María Ásdís S. Berndsen, verkefnisstjóri hjá Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista og Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Fyrirlestrar
Archaeological visualisation – the task of picturing the past in the present – exists at the intersections of data collection, interpretation, local perspectives, and artfully crafted storytelling. This type of science communication and public engagement work forms a core dimension of archaeology today, particularly for projects integrated into community-focussed contexts. Drawing upon case studies from climate change impacted archaeology with communities in Alaska and Greenland, this paper will reflect on the processes behind the co-production of creative media for outreach and engagement. It will discuss the successes and challenges of co-curation and multivocality in practice, considering how we ensure that the outcomes of our scientific practice remain relevant and impactful for the communities we work within. Ultimately, addressing what role creative media can play in addressing ever evolving challenges in heritage and climate change communication, source community representation and the creation of new knowledge and meaning for archaeological narratives.
The Beyond Barcode exhibition project at Oslo's Intercultural Museum is an experiment in imagining diverse possible futures. The exhibition draws on the research and collaborative efforts of the University of Oslo project CoFutures: Pathways to Possible Presents to improve futures literacy and develop future thinking methodologies that endorse imagination and creative futuruities that deal with environmental and societal challenges from the perspective of Oslo residents. In a broader sense, the exhibition is an attempt to provoke the established ways in which museums and cultural institutions in general enact futures. Museums have become more action-oriented and future-focused in addressing global environmental, technological, and demographic change. While the future has become a popular topic in the cultural and creative fields, less attention has been paid to investigating the underlying assumptions of future imaginaries presented and performed by museums. What if these institutions move beyond the confines of short-term planning and strategic management towards radical imagination and science fictional thinking?
Í erindinu er fjallað um hönnun sýningarinnar Viðnám í Listasafni Íslands, sem brúar og bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni tengjast sjálfbærni og er ætlað að gefa gestum á öllum aldri tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Við val á verkum og framsetningu var stuðst við þann skilning að kjarni sjálfbærni felist í jafnvægi á milli „hins góða lífs“ og virðingar fyrir þeim takmörkunum sem náttúran setur. Við þróun gagnvirkni sýningarinnar var byggt á hugmyndarfræði sem kallast gagnrýnið listrænt grenndarnám. Leiðarstef sýningarinnar byggir á mikilvægi þess að leggja áherslu á dyggðir og gildismat annars vegar og hins vegar á mikilvægi þátttöku. Þátttaka er mikilvæg til að þróa með sýningargestum getu til aðgerða og að tengja markvisst við reynslu þeirra með ígrundun þegar mætt er í leiðsögn eða safnfræðslu. Til að stuðla að virkri þátttöku gesta eru gagnvirkar þrautir á öllum hæðum sem kallast á við verkin sem eru öll í eigu Listasafns Íslands. Verkin á sýningunni gefa okkur tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif það vill hafa. Rætt verður um möguleika myndlistar til að vekja áleitnar spurningar og hvernig listræn nálgun getur breytt því hvernig fólk lítur á heiminn.
The climate crisis is relatively simple to understand and yet it resists simple solutions. Even while outright denial of the problem is in decline, a shared discourse towards a better future is painfully slow. We know that such a ‘super wicked problem’ requires multifaceted and collaborative solutions that cross monodisciplinary boundaries, but there is no roadmap of how to achieve this in practice. This presentation discusses a series of science communication projects that have attempted to leverage art and media practice for the benefit of public outreach in glaciology and climate science in Iceland. This interdisciplinary work has involved researchers from different fields and institutions, and has recently culminated in a multi-screen video installation at the exhibition ‘Viðnám: Samspil myndlistar og vísinda’ (‘Resistance: Interaction between art and science’) held at Safnahúsið. These projects are intended as neither standalone art pieces nor purely scientific illustrations but as some combination of the two, building on a tradition of science/art collaboration that is needed now more than ever.
In this presentation I describe some of my experiences with using the methodologies of embodied critical thinking in education as well as the results as seen from my perspective as well as those of the students. I will be referring to two different courses, one that focuses specifically on climate change and a broader course on environmental ethics. In these, critical embodied thinking was used explicitly in different but compatible ways with remarkable impacts on student engagement and outcomes. Allowing and encouraging students to pay attention to their embodied and affective reactions to a text or topic removes the emphasis on abstract arguments and instead centers the lived experience of being in and being part of nature in ways that make environmental education concrete and relevant.
Í erindinu mun ég ganga út frá takmörkunum viðtekinna aðgerða og viðhorfa til loftslagsbreytinga og sundurgreina þau, allt frá lausnamiðuðu tækniviðhorfi til djúp-aðlögunarviðhorfs. Takmarkanir þessara mismunandi viðhorfa skýrast m.a. af úreldum skilningi á manninum, bæði á stöðu hans í heiminum og á manninum sem þekkingarveru. Framþróun vísinda, tækni og þekkingar dugir ekki til að mæta áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Dýpri viðhorfsbreytinga er einnig þörf. Öðruvísi mannskilningur er lykill að því að maðurinn hafi betri forsendur til að hugsa öðruvísi. Við erum hluti af umhverfinu vegna þess að við erum líkams- og tengslaverur. Rannsóknir vitsmunavísinda sýna okkur fram á samspil líkama, hugar og umhverfis við öflun þekkingar. Á grundvelli þessa getum þjálfað líkamlega þekkingu og næmi fyrir umhverfi á markvissari hátt en við höfum gert. Í Háskóla Íslands höfum við innleitt í aðferðafræði líkamlegrar hugsunar í kennslu í Siðfræði náttúrunnar og í „Þjálfun líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar“ (www.trainingect.com) sem er Evrópustyrkt þjálfunarverkefni fyrir framhaldsnema og fræðimenn í samstarfi fimm háskóla.