Kennsla íslensku sem annars máls: Tölvustutt nám og nám utan kennslustofu
Í Lögbergi 201 föstudaginn 10. mars kl. 13:15-14:45. Smellið hér til að fylgjast með í streymi.
Í málstofunni verða ræddar mismunandi aðferðir í kennslu íslensku sem annars máls utan kennslustofu og með stuðningi tækni. Fjallað verður einnig um þá lykilþætti sem stuðla að árangursríku netnámi í íslensku sem öðru máli.
Fyrirlestrar
Hafin er þróun á framburðarforriti sem nefnist CAPTinI (e. computer assisted pronunciation training in Icelandic) í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Árnastofnunar og Tiro ehf. Megintilgangur þessa máltækniverkefnis er að veita nemum í íslensku sem öðru máli tækifæri til að æfa tal og leiðbeina þeim um framburð. Við þróun forritsins og endurgjafar sem því er ætlað að veita er byggt á hljóðdæmum sem var safnað í gagnabanka Samróms. Hljóðdæmanna var aflað með því að fá móðurmálshafa og annarsmálshafa íslensku til að lesa upp fyrirframgefin orð og setningar og senda í gagnabanka Samróms. Endurgjöf forritsins grundvallast á þeim samanburðargögnum en forritið mun greina framburð hljóða og orða, orð- og setningaráherslu o.fl. hjá annarsmálsnemum. Námsumhverfi CAPTinI er þannig gagnvirkt og byggir á rannsóknum og þaulreyndum aðferðum við framburðarkennslu við Háskóla Íslands en einnig kennslufræði vefnámskeiðsins Icelandic Online.
Stefanie Bade kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.
Virk þátttaka er nauðsynleg forsenda góðs árangurs í námi. Virkni nemenda ræðst af fjölmörgum þáttum sem felast í námsefninu sjálfu og kennslufræðinni, stuðningi sem þeim býðst, miðlunarleiðum og hvata til náms. Í fyrirlestrinum verður fjallað um málanám í netnámskeiðum og sjónum þá sérstaklega beint að grunnhönnun slíkra námskeiða. Umfjöllunin grundvallast á þríþættri rannsókn (Kolbrún Friðriksdóttir 2018, 2021a, 2021b, 2022) á námshegðun í vefnámskeiðunum Icelandic Online, viðhorfi notenda til margvíslegra námskeiðsþátta og áhrifum þeirra á námsframvindu. Kynntir verða lyklar sem gagnast við hönnun eða endurskoðun málanámskeiða á netinu sem geta haft mikilvæg áhrif á virkni nemenda og ýtt undir jákvæða reynslu af málanámi í netumhverfi.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar aðferðir sem málnemi notar í íslenskunámi sínu utan kennslustofunnar. Meðal þeirra eru:
(1) Orðaleit:
182 CL: það er engin (0.7) uh það er bara rödd bara≈
183 ®AN: +≈ bara rödd
184 CL: já↘
yes
185 AN: UH:: hvað er rodd↗
186 CL: UH:: VOICE
187 AN: voice AH BARA rödd
188 CL: já
189 AN: AH:: okay
(2) Tungumálasamningur:
AN: uh:h (0.5) má é:g tala (0.2) við þig (0.7) íslensku↗
(0.6)
AF: j:á hv⌈a⌉
AN: ⌊uh:⌋ og &=hljóð (0.8) Uh:: getur þú:: (0.6) uh: svarað
(0.3) mé:r íslensku↘
*CL: já≈
*AN: +≈ já (0.5) uh (1.3) &=hljóð í pappír
Að auki verður fjallað um þau tækifæri til íslenskunáms sem finnast í daglegum samskiptum. Hér er sjónum beint að því hvernig málnemi getur fengið hjálp frá íslenskumælandi fólki um t.d. málnotkun:
(3)
54 AN: uh uh:: en uh (1.3) &=hurðarskellur þ- þegar (0.9) þ- þú
55 (0.4) uh:m borga (1.0) uh:: kaka (.) uh bakarí (0.8) uh þú sagt má
56 ég fá::↗
57 MA: uh já eða (0.7) uh það er betur að segja hédna (0.5) ég ætla að fá↘
58 AN: ég ætla að ⌈fá⌉
59 MA: ⌊JÁ⌋ ég (0.5) ég hugsa:ði: (0.5) sem það er gott að
60 segja má ég fá (0.4) en Baddi (0.6) uh::m (.) sa:ði mér (0.4) a::ð
61 það er (0.5) best að segja (0.3) ég ætla að fá↘
62 AN: ég ætla að fá↘
63 MA: já
Loks verða lagfæringar og leiðréttingar skoðaðar og hvort þær nýtast málnemanum eða ekki:
(4)
AN: é:: é:: (0.6) ég va:r (2.5) á: a ég var í kring (.) ka (.) kringlun≈
FR: +≈ já kringlunni
AN: °k⌈ring⌉lunni°
*FR: ⌊já⌋
*AN: ts uh::m:: (1.2) síðast (.) t e::::: (0.4) m::::ánuðir (0.7)
*FR: síðasta mánuði
*AN: síðasta mánuði↘
*FR: síðasta mánuði↗
(0.6)
*AN: já