Krókar og kimar: Krílin í heimsbókmenntunum

Þessi málstofa snýst um krókana og kimana í heimsbókmenntum frá sjónarhóli smáþjóða. Smáþjóðir gefa bæði og þiggja í þessu sambandi og stundum eftir krókaleiðum. Þýðingar af og á þeirra mál fara stundum í gegnum þriðja mál, þýðingar af málum þeirra eru oft stopular í ofanálag, en að auki ráða lítil bókmenntakerfi lítt við að innbyrða heimsbókmenntirnar nema í smáskömmtum. Við ætlum að skoða málið frá þremur sjónarhornum, ólíkum en tengdum. Marion Lerner skoðar handrit að ferðabók eftir austurríska þýðandann Jósef C. Poestion, Benedikt Hjartarson skoðar þýðingar af og á esperanto í íslensku samhengi og Gauti Kristmannsson veltir fyrir sér þýðingum á höfundarverki Thomasar Manns á íslensku.

Fyrirlestrar

Ævintýralegt ferðalag handrits. Heiðursgestur Íslands segir frá

Huldukerfi heimsbókmenntanna: Um smásagnaþýðingar úr esperanto á fyrri hluta 20. aldar.

Thomas Mann trítlar inn.