Lifandi mál: Tilbrigði og breytingar á íslenskum orðaforða, framburði, beygingum og setningagerð

Í málstofunni verður leitast við að varpa ljósi á breytileika og þróun í íslensku máli. Sagt verður frá málnotkun ungmenna og barna, tilbrigðum og nýjungum í íslensku nútímamáli og fjallað um þróun staðbundinna framburðarafbrigða á 20. öld. Sjónum verður m.a. beint að enskulegum tilbrigðum í íslenskri setningagerð, þróun viðtengingarháttar, breytileika í fallmörkun, íslensk-enskum málvíxlum í tölvuleikjasamtölum unglinga og vestfirskum einhljóðaframburði.

Fyrirlestrar

Tilbrigði og nýjungar í setningagerð íslensks unglingamáls

Þróun viðtengingarháttar í máltöku barna: Tilbrigði og málsambýli

Þolmynd á fallandi fæti: Fallglötun í þolmynd

Íslensk-ensk málvíxl í tölvuleikjatali unglinga

Rannsókn Björns Guðfinnssonar á vestfirskum einhljóðaframburði – ályktanir og óvissa