Milli heima: Fötlunarfræði, umhverfishugvísindi, þýðingar og heimspeki
Milli heima: Fötlunarfræði, umhverfishugvísindi, þýðingar og heimspeki
Í Árnagarði 309 laugardaginn 8. mars kl. 10:00-12:00.
Í þessari málstofu verða fjórir fyrirlestrar um fötlunarfræði, umhverfishugvísindi, þýðingar og heimspeki.
Fyrirlestrar
There are so many barriers between neurodivergent people and collaborative spaces.
The in-between or ‘third’ spaces where collaborative connections are most often made, such as networking spaces at conferences are often impossible to navigate, as are projects relying on ‘face-to-face' interaction. The contributions of neurodivergent people are thus often lost.
AnFinn is an action research project exploring new kinds of online creative/collaborative spaces. An international group of neurodivergent participants will use these spaces to play, create and experiment; to share our work and ideas; and to develop frameworks for change.
The project investigates specific neurodiverse praxes and modes of atypical communication/processes, such as parallel rather than simultaneous collaboration and nonverbal/asynchronous communication. Methodological innovations will be analysed and disseminated and new performative modes created and disseminated within and beyond academic and creative communities.
It is my hope that this project will enliven the discourse on the value of neurodivergent creative processes and creative practitioners to wider society, and that this presentation will be a part of that process.
This project is supported by the Icelandic Research Fund grant no. 239667-051
Sumarið 1908 fór Jóhann Sigurjónsson fótgangandi yfir Vatnahjallaveg – hálendisleið sem var „erfiðasti og sjaldfarnasti en jafnframt fegursti vegurinn frá Norðurlandi til Suðurlands“. Jóhann skrifaði stutta ferðasögu um þennan leiðangur sem birtist skömmu eftir andlát hans, sú saga er varðveitt í stílabók en hún geymir jafnframt elstu þekktu drög að leikriti hans Fjalla-Eyvindur sem frumsýnt var árið 1911 á Íslandi. Á milli ferðasögunnar og leikritsins eru mikil og áhugaverð textatengsl; ýmsar náttúrulýsingar skáldsins í ferðasögunni enduróma þannig í leikritinu. Freistandi er að líta svo á að Jóhann hafi farið þessa erfiðu og fáförnu leið til þess að kynnast náttúru miðhálendisins af eigin raun – að leiðangurinn hafi verið nokkurs konar vettvangsferð til undirbúnings leikritaskrifunum. Hvað sem því líður þá fer varla á milli mála að upplifanir skáldsins í þessari ferð höfðu djúpstæð áhrif á leikverkið. Í þessu erindi verður fjallað um tengslin á milli ferðasögunnar og leikritsins, sem og hvað þessi ríflega aldargömlu skrif geta sagt okkur um villta náttúru – víðerni – á hálendi Íslands.
Þýðingar eru mikilvægar til að flytja þekkingu milli menningarheima, sérstaklega þegar þeir eru okkur fjarlægir og framandi. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um helstu áskoranir við þýðingar úr japönsku. Fyrst verður stuttlega farið yfir þýðingahefð í Japan og hvernig þýðingar breyttust með tilkomu Evrópubúa á seinni hluta 19. aldar. Þá verður fjallað um japanska tungumálið, sérstaklega mismunandi blæbrigði þess, sem og helstu einkenni japanskra bókmennta og ljóða. Bent verður á það sem er ólíkt með japönsku og japanskri bókmenntahefð og getur gert þýðendum erfitt fyrir. Að lokum verða nefndar mögulegar lausnir á þessum erfiðleikum og vangaveltur settar fram um hlutverk þýðandans þegar verk eru þýdd frá menningarheimi sem er þetta framandi fyrir lesandanum.
Írski heimspekingurinn William Desmond er einn þeirra núlifandi hugsuða sem gagnrýnt hefur af hve mestri íhygli ýmsa ríkjandi strauma í hugmyndaheimi nútímans, ekki síst þá tilhneigingu að gera skarpa tvískiptingu milli hlutlauss, gildislauss raun- eða efnisveruleika annars vegar og huglægra gilda hins vegar. Að dómi Desmonds leiðir slík tvískipting á endanum til einhvers konar tómhyggju, þess illa gruns að „hlutveran“ sé ekki aðeins gildislaus heldur einnig líf þeirra vitandi vera sem í honum lifa. Desmond álítur á hinn bóginn að þótt tómhyggjan hafi náð fótfestu í hugmyndaheimi nútímans þá byggist hún í raun á sljóleika og slæmri frumspekilegri hugsun. Þroskuð og heilbrigð skynsemi opinberi þvert á móti veruleika sem einkennist hvarvetna af ofgnótt og mikilleika (e. too-muchness) merkingar og gilda. Veran birtst hinni hugsandi manneskju í raun sem „ofvaxin skilningi“ hennar (e. overdetermined), það er sem ávallt þrungin meira innra virði og þýðingu en hún fær með góðu móti áttað sig á. Í fyrirlestrinum verður þetta andsvar Desmond við straumum tvíhyggju og tómhyggju í samtímanum skoðað með sérstakri áherslu á þann næmleik hugans (e. mindfulness) á góðleika og makalaust undur verunnar sem hann telur að við þurfum að leggja rækt við til að verjast þessum áhrifamiklu straumum tíðarandans.