Náttúrusýn á 21. öldinni: Náttúra, list og heimspeki

Image

Náttúrusýn á 21. öldinni: Náttúra, list og heimspeki

Í Árnagarði 304 föstudaginn 8. mars kl. 15:15-17:15.

Málstofan miðar að því að auka sýn og þekkingu á fjölbreytni náttúrunnar og menningunnar. Lögð verður áhersla á þverfaglega nálgun á grunni lista, heimspeki, og náttúruvísinda með áherslu á sögu og samhengi þeirrar þekkingar sem mótar sýn okkar tíma. Fólk beinir sjónum sínum í æ ríkara mæli til náttúrunnar, ekki síst vegna þeirrar miklu umhverfisvár sem blasir við. Efni þessara fyrirlestra fjallar um hvernig samtenging lista og heimspeki getur hjálpað okkur að skilja og meta hlutverk okkar í náttúrunni.

Titill málstofunnar vísar til ráðstefnu með þessu heiti sem haldin var 1993 og bókar sem kom út árið eftir og heimspekingarnir Þorvarður Árnason og Róbert Haraldsson ritstýrðu. Ráðstefnan var átak til að vekja umræðu á þeim tíma sem Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor, átti frumkvæði að og hafði áhrif á náttúruheimspeki hans og margra annarra lengi á eftir. Tuttugu árum síðar, í apríl 2023, var haldið málþing í Veröld - húsi Vigdísar með yfirskriftinni „Náttúrusýn á 21. öldinni: Fjölbreytni samfélags og náttúru“, á vegum Náttúruminjasafns Íslands, ROCS rannsóknasetursins og BIODICE, sem hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni. Á því málþingi var fjallað um hugmyndasögu, bókmennta og menningu.

Í þessari málstofu tökum við efnið upp frá sjónarhóli lista og heimspeki. Málstofan er skipulögð í samstarfi heimspekinga við Háskóla Íslands, kennara og listafólks við Listaháskóla Íslands og BIODICE, samstarfsvettvangs um líffræðilegan fjölbreytileika á vegum Náttúruminjasafns Íslands.

Fyrirlestrar

Hvernig hafa viðhorf til og skynjun á náttúrunni tekið breytingum undanfarna áratugi?  Ein birtingarmynd þessara breytinga er að áherslur hafa verið að færast frá því að horfa úr fjarlægð á náttúruna, og skoða samband okkar við hana með því að hugsa um það, greina það og leggja til út frá greiningu hvernig við þurfum að breyta viðhorfum okkar, yfir í það að skynja veru okkar sem náttúra, finna fyrir okkur sjálfum sem náttúruverum, finna fyrir tengslum okkar við aðrar náttúruverur og finna þannig viðhorf okkar og hegðun breytast innan frá. Til þess að skoða þessa þróun nánar verður lagt út af ferlisheimspeki heimspekingins og sálfræðingsins Eugene Gendlin og þeim skilningi á mannverunni sem í þessari heimspeki felst. 

Conrad H. Waddington (1905–1975) was a renaissance intellectual: not only a pioneering biologist who coined the terms epigenetics and canalization but also a philosopher who wrote about the implications of Whitehead’s metaphysics to biology and an art theorist who studied the relations between modernist painting and contemporary discoveries in natural science. Waddington believed that art does more than just reflect or represent reality and science; it can also inform scientific inquiry by prompting new ways of thinking and new conceptualizations. He was interested in forms of art that helped the visualization of life as a dynamic process involving energies, indeterminacy, transformation, and interaction rather than as linear and mechanistic. His collaboration with artists on the iconic illustration of the “epigenetic landscape” is an attempt to convey these ideas. Today, there is a resurgence of Waddington’s process biology but also a need to take it further as new science challenge our very ideas about life – for example Lynn Margulis’ work on endosymbiosis and holobionts which change the way we think about individuals and identity. I argue that art, philosophy, and biology can, and must, work together as one creative holobiont that enables us to think through our role in nature.

Skoða, greina, skrifa, skreyta. Svona mætti lýsa þeirri forgangsröðun sem skólakerfið predikar og fylgir flestum fullorðnum út lífið. Raunar er síðasta skrefinu oftast sleppt eftir tvítugt, enda virðist almennt vera litið svo á að myndir séu skraut, hækja sem best er að losna við sem fyrst svo hægt sé að hlaupa eftir línulegri hraðbraut stafabilanna. Það er því engin furða að hámenntað fólk fari í flækju yfir því að þurfa að setja upp glærukynningu og fáist ekki til að teikna svo mikið sem Óla prik. Í þessu erindi verður hrokkið upp úr hjólförum hins skrifaða orðs og tekin verða dæmi um virka notkun teikningar til að hugsa og pæla í náttúrunni. Við sögu kemur samtal við kúluskít, stefnumót við lunda, kafað verður ofan í moldina og þreifað á álfum. Erindinu er ætlað að veita innblástur og vekja upp spurningar um virka notkun myndmáls í heimspekilegri hugsun og hvort og hvernig teikning (hversu ljót sem hún er) getur stækkað svið upplifunar okkar og skilnings í heiminum.

The media devices that we design reflect and affect our ethical position towards the Other and non-human forms of life. In the context of climate change and the biodiversity crisis, there is an urgent need to reimagine the role and impact of media and technology as interfaces with the living world (Ursula K. LeGuin). Can we design media that move beyond representation, curiosity and exploitation towards a relational paradigm? Based on the eco-fiction project Species without Spaces carried out as part of Pausz´s residency at the Modular Laboratory at ESAM Caen (France), this intervention will interrogate the challenges of a diversification of the inter-species media field. Could a different approach to media propose new forms of relationship to threatened environments and non-human species? To do this, we will examine historical practices of experimental cinema such as structuralist cinema, fictional technologies outlined in science fiction, as well as contemporary mutations in digital technologies - which each decenter the place of humans in their own way. We will attempt to extract the alternative modalities of relationships with the Living embodied by these different real and fictional inter-species media practices.

Ole Martin Sandberg og Rán Flygenring segja frá málstofu Hugvísindaþings, „Náttúrusýn á 21. öldinni: Náttúra, list og heimspeki“, sem miðar að því að auka sýn og þekkingu á fjölbreytni náttúrunnar og menningunnar. Lögð verður áhersla á þverfaglega nálgun á grunni lista, heimspeki, og náttúruvísinda með áherslu á sögu og samhengi þeirrar þekkingar sem mótar sýn okkar tíma. Í Árnagarði 304 föstudaginn 8. mars kl. 15:15-17:15.