
Í Árnagarði 422 laugardaginn 11. mars kl. 10:00-12:00.
Undanfarin ár hefur mikil gróska verið í rannsóknum á íslenskri samtímalist og ný skrif birst á innlendum og erlendum vettvangi. Listfræði við Háskóla Íslands leggur áherslu á að tengja nýjar rannsóknir við innlendar og erlendar stofnanir. Hér verða kynnt rannsóknarverkefni sem unnin eru í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, Hönnunarsafn Íslands, bandaríska listfræðitímaritið October, og Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Málstofustjóri er Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.