Nýjar rannsóknir á sögulegum rótum kynþáttahyggju

Image

Nýjar rannsóknir á sögulegum rótum kynþáttahyggju

Í Árnagarði 101 laugardaginn 9. mars kl. 13:00-14:30.

Kynþáttahyggja hefur verið eitt áhrifamesta og víðfeðmasta félagslega fyrirbæri í vestrænni menningu síðan á nýöld. Á tímum ört vaxandi þjóðernishyggju í Evrópu og Bandaríkjunum er mögulega brýnna en nokkru sinni fyrir alla lýðræðissinna að skilja kynþáttahyggju og vinna gegn henni, en skilningur okkar á meininu veikist annars vegar af nútíðarhyggju hins samfélagsmiðlavædda nútímasamfélags sem dregur úr sögulegri vitund og hins vegar af hólfun fræðigreina sem bjóða hver upp á sinn eigin djúpa en að nokkru leyti takmarkaða vinkil á hið flókna, margslungna fyrirbæri sem rasismi er.

Markmið þessarar málstofu er að bæta skilning okkar á kynþáttahyggju nútímans í ljósi þessara erfiðu aðstæðna. Fræðimenn úr enskum bókmenntum, mannfræði og frönskum bókmenntum munu varpa nýju ljósi á kynþáttahyggju okkar tíma með því að kanna sögulegar rætur hennar; þverfræðileg samsetning málstofunnar mun greiða götuna fyrir viðsýnni greiningu á kynþáttahyggju.

Málstofu stýrir Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor, Rannsóknastofa í jafnréttisfræðum

Fyrirlestrar

Vestanhafs hafa bókmenntafræðilegar nálganir innblásnar af critical race studies verið í brennidepli síðustu árin, ekki síst á sviði miðalda- og nýaldarbókmennta, þar sem Geraldine Heng, Cord J. Whitaker og Noémie Ndiaye m.a. hafa haldið því fram að nokkurs konar kynþáttahyggja hafi verið til löngu fyrir upphaf hefðbundinnar 19. aldar vísindalegrar kynþáttahyggju (race before race) og jafnvel verið mótandi afl í evrópsku samfélagi öldum saman. Þessi fræðistraumur hefur gefið miðalda- og nýaldarbókmenntum öflugan meðbyr og sýnt fram á mikilvægt erindi þeirra við samtímann, en vekur samt áleitnar spurningar. Hefur kynþáttahyggja alltaf verið til, eða má finna (hugsanlega óljósan) upphafstíma? Gildir kenningin um snemmbúna kynþáttjahyggju þvert á evrópsk samfélög á nýöld, eða tekur hún ólíka mynd eftir hverju menningarsvæði? Í fyrirlestrinum ætla ég að glíma við þessar spurningar frá sjónarhorni franskrar leiklistar á árdögum nýaldarhnattvæðingar. Ég mun sýna fram á það að eldri afstæðiskennd sýn á svartar afrískar þjóðir innblásin af endurreisnarhöfundinum Montaigne virðist víkja fyrir nútímalegri kynþáttahyggju í byrjun 17. aldar.

Reading the canon post/decolonially: “It should not be possible to read nineteenth-century British literature without remembering that imperialism, understood as England's social mission, was a crucial part of the cultural representation of England to the English.” (Spivak, G. C. (1985). Not surprisingly, the 19th century realist novel in Europe and the US is preoccupied with issues of identity and nationhood that centre on modernity while establishing a foundational ‘past/tradition’. This is particularly significant, caught as these nations are, between the internecine colonial competition to capture territory around the globe and the challenge of ruling, controlling, and being influenced by the ‘non-European’ cultures that are being colonised. ‘Europe’ is a category that is being produced, reproduced, challenged, and being defended all at once at this time. No single cultural sphere is more clearly the battlefield of these ideas as the newly invented realist novel, which takes up the question of national identity vigorously and passionately. This is especially obvious in the British, the French, the German, the Russian, and the American novel. It is in this framework that I read Theodor Fontane‘s Effie Briest as a text of Germany’s territorial/colonial and national anxieties as inscribed on the desires and death(s) of its eponymous heroine.

Aukinn styrkur afla sem setja í öndvegi hatur gegn þeim sem eru skilgreindir sem útlendingar hefur dregið kynþáttafordóma skýrara fram í dagsljósið sem hluta af samtíma Evrópu. Þó vantar á sama tíma oft gagnrýnar spurningar um hvernig kynþáttahyggja fær að vera sýnileg (Finiguerra 2023) og í hvaða samhengi. Umræðu um kynþáttafordóma hættir til að fjalla um þá eins og eins konar útúrdúr eða frávik. Í þessum fyrirlestri fjalla ég um nokkur þrástef í tengslum við kynþáttahyggju og lít til baka til að minna á hvernig kynþáttahyggja hefur verið samofin sköpun hugmyndarinnar um Evrópu og því að vera Evrópubúi.