Ritlist: skáldskapur innan og utan

Image

Ritlist: skáldskapur innan og utan

Í Árnagarði 304 laugardaginn 9. mars kl. 13:00-14:30.

Í málstofunni verða flutt erindi um ritlist. Huldar Breiðfjörð fjallar um hefðbundna þriggja þátta byggingu í skáldverkum (einkum kvikmyndum). Rúnar Helgi Vignisson fjallar um umritun sem skapandi ferli og  gefur góð ráð sem nýst geta við skrif af ýmsu tagi. Margrét Ann Thors fjallar um ritlist sem vannýtt kennslutól.

Fyrirlestrar

Hvað er hefðbundinn strúktúr? Hér verður gerð tilraun til að rekja þróun hugmyndarinnar um þriggja þátta byggingu allt frá Grikkjunum fram til okkar daga. Á þeirri leið hafa verið uppgötvuð sífellt fleiri föst atriði sem hefðbundinn strúktúr inniheldur og hann brotinn meira niður og greindur í smærri einingar en hina þrjá þekktu þætti. Þar koma við sögu m.a. Joseph Freitag, Vladimir Propp, Joseph Campbell og síðar Frank Daniel og Robert Mckee. Eins er því velt upp hvort þessi hefðbundni strúktúr sé hugsanlega eitthvað sem væri fínt fyrir meginstraumssagnagerð að fara að losna við. Eru höfundar fastir inni í honum og áhorfendur líka?

William Faulkner sagðist hafa skrifað Sem ég lá fyrir dauðanum í einni lotu, án þess að hnika til orði. Handrit hans sýna þó að hann umritaði talsvert. Joyce Carol Oates umritar sínar bækur ótal sinnum. Halldór Laxness strikaði óspart yfir orð og setningar og krotaði inn breytingar. Endanleg gerð gat því verið gjörólík fyrsta uppkasti hjá þessum höfundum. Þetta segir okkur að umritun sé mikilvægur hluti af sköpunarferli enda tekur hún oftar en ekki lengri tíma en samning uppkastsins. Umritun skilur iðulega á milli áhugamanns og atvinnumanns, milli þokkalegrar sögu og frábærrar sögu. Í þessu erindi verða gefin ýmis góð ráð sem nota má við umritun bæði skáldaðs efnis og óskáldaðs.

“Creative nonfiction,” state Robert Root and Michael Sternberg in their introduction to The Fourth Genre (2002), challenges writers to “delve and to inquire, to question, to explore, probe, meditate, analyze, turn things over, brood, worry” and to “explore without knowing where they will end up”. Writers of creative nonfiction must be “both introspective and extrospective,” reflecting on both themselves and the wider world. A work of creative nonfiction does more than report on critical thinking: it is, itself, a method through which to carry out critical thinking. 

In this presentation, I suggest that creative writing—creative nonfiction in particular—is a powerful but underutilized tool in university-level teaching and learning across the curriculum. I argue that creative nonfiction essays (personal, lyrical, braided, and so on) can help students learn to write, but more importantly can be a vehicle through which students write in order to learn.