Stafsetning og stöðlun

Allnokkur umræða hefur verið á síðustu misserum um ritmálsstaðal íslensks nútímamáls og hvort þarf að endurnýja hann. Í þessari málstofu er rætt um stöðlun stafsetningar frá ýmsum hliðum en stafsetning er sá hluti ritmálsstaðalsins sem byggist á stjórnvaldsfyrirmælum og er þar með skýrastur en þó ekki óumdeildur. Fjallað verður um hugtakið „opinber stafsetning“ í samhengi við Íslenska stafsetningarorðabók og ritreglur. Hvað er opinber ritháttur? Þá verður litið á stöðlun og staðla í íðorðastarfi og gildi samræmingar. Í síðasta erindinu verður greint frá mati og einkunnagjöf ritháttarafbrigða í BÍN og hvernig það birtist á vef og í máltæknigögnum.

Fyrirlestrar

Íslensk stafsetningarorðabók og „opinber stafsetning“

Íðorðastaðlar og íðorðastöðlun

Mat á ritháttarafbrigðum í BÍN