Stjórnarfundur hjá Hugvísindastofnun 11. desember 2018

Prentvæn útgáfa

Fundur í stjórn Hugvísindastofnunar 11. desember 2018 kl. 13.00 í Háskólatorgi

Mætt voru: Guðmundur Hálfdanarson (formaður, sem stjórnaði fundi), Sveinn Yngvi Egilsson (B&L), Jóhannes Gísli Jónsson (MVS), Hjalti Hugason (GUÐ), Gunnar Harðarson (HEIM), Birna Arnbjörnsdóttir (SVF), Jón Ólafsson (RIKK), Vilhjálmur Árnason (SIÐ), Valur Ingimundarson (EDDA), Gústav Adolf Sigurbjörnsson (DOKT), Eiríkur Smári Sigurðarson og Margrét Guðmundsdóttir (sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1.Fundargerð síðasta fundar: Fundargerð frá fundi 21. nóvember var samþykkt.

2. Rannsóknasjóður Hugvísindastofnunar, úthlutun:
Í tengslum við úthlutina var rætt um markmið sjóðsins og þá einkum þeirrar tegundar styrkja sem lýtur að boðsgestum. Fyrir lá að við næstu endurskoðun reglnanna þyrfti sérstaklega að huga að þessari grein og jafnvel fella hana niður.

Umsækjandi Tegund Lýsing Tillaga Afgreiðsla
MVS 1 Alþjóðleg ráðstefna í apríl 2019: IALS 8 (International Association of Literary Semantics 300.000 Samþykkt, styrkur allt að 300.000.
MVS 1 Innlend ráðstefna í október 2018: Ólafsþing í samvinnu við félagið Mál og saga 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
RIKK 1 Alþjóðleg ráðstefna um mánaðamótin feb.-mars 2019: Drögum (kynja)tjöldin frá 300.000 Samþykkt, styrkur allt að 300.000.
RÍM 1 Ráðstefna í mars 2019: Hva med språkfellesskapet? 300.000 Samþykkt, styrkur allt að 300.000.
SVF 1 Innlend ráðstefna í nóvember 2018: Syndin í tíma og ótíma 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
RIKK 2 Málþing/viðburður: Minna hot í ár 50.000 Samþykkt, styrkur allt að 50.000.
RIKK 2 Fyrirlestraröð á haustmisseri 2018 50.000 Samþykkt.
SVF 2 Pallborðsumræður, hluti af fyrirlestraröð 50.000 Samþykkt, styrkur 50.000.
SVF 2 Stutt málþing í apríl um franska gamanleikritið Tartuffe 50.000 Samþykkt, styrkur allt að 50.000.
SVF 2 Málþing á vormisseri 2019 í tengslum við sýninguna Fyrstu kynni 50.000 Samþykkt, styrkur allt að 50.000.
GUÐ 3 Boðsgestur í október 2018: Mark. S. Burrows 0 Hafnað.
GUÐ 3 Boðsgestur í október 2018: Hilda P. Koster 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
SVF 3 Boðsgestur í apríl-maí 2019: Hélène Merlin-Kajman. 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
HUG/Miðaldastofa 3 Boðsgestur á vormisseri 2019: Stefan Brink 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
SVF 3 Boðsgestur vorið 2019: Hélène Tétrel 0 Hafnað.
SVF 3 Boðsgestur haustið 2019: Luise von Flotow 125.000 Samþykkt, styrkur allt að 125.000.
EDDA 3 Boðsgestur í maí 2019: Rikke Andreassen 0 Hafnað.
RIKK 3 Boðsgestur í maí 2019: Diana Mulinari 0 Hafnað.
GUÐ 4 Útgáfa: Ritröð Guðfræðistofnunar 1/2018 220.000 Samþykkt.
GUÐ 4 Útgáfa: Ritröð Guðfræðistofnunar 2/2018 220.000 Samþykkt með fyrirvara um útgáfu á árinu.
MVS 4 Útgáfa: Á vora tungu 220.000 Samþykkt.
MVS 4 Útgáfa: Tilbrigði í íslenskri setningagerð III 220.000 Samþykkt.
ME (Miðst. eins.ranns.) 4 Útgáfa: Á mörkum mennskunnar 220.000 Samþykkt.
SAGN 4 Útgáfa: Af hverju strái 220.000 Samþykkt.
SIÐ 4 Útgáfa: Íslenskt lýðræði 220.000 Samþykkt með fyrirvara um útgáfu á árinu.
SIÐ 4 Útgáfa: The Moral Perspective 220.000 Samþykkt.
SVF 4 Útgáfa: Milli mála 2017 (útg. 2018) 220.000 Samþykkt.
SVF 4 Útgáfa: Hafið starfar í þögn minni 220.000 Samþykkt með fyrirvara um útgáfu á árinu.
B&L 4 Útgáfa: Jane Austen og ferð lesandans 220.000 Samþykkt.
    Alls allt að: 4.320.000  

3. Önnur mál: Margrét Guðmundsdóttir sagði frá kalli fyrir Hugvísindaþing sem sent verður út í vikunni. Eiríkur Smári Sigurðarson gerði grein fyrir skiptingu fjár milli stofnana næsta ár samkvæmt því líkani sem stuðst hefur verið við en fjárveiting liggur ekki fyrir, nema hvað líklegt er að hún hækki nokkuð.

Fundi slitið um kl. 11.00.